Straumar - 01.12.1929, Qupperneq 17

Straumar - 01.12.1929, Qupperneq 17
STRAUMAR 191 Páli til þeirra Timoteusar og Títusar, og að utan um þær séu svo bréfin smiðuð, og aukið við þau, en ógjörningur er að skilja þessi smábréf frá, þó að benda megi á einstöku setningar og kafla úr þeim t. d. 2. Tím. 4, 9.—2. og 1. Tín. 5, 23. — Elst bréfanna telja menn 2. Tím, en 1. Tím. yngst; þó er þetta aðeins tilgáta. Kringsjá. Kristur og kirkjukenningarnar, fvrirlestrar og rœður, eftir Harald Níelsson prófessor. Svo heitir bók, 118 lils. að stœrð, sem írú Aðalbjörg Sigurðardóttir, ekkja sira Maraldar, hefir gefið út með styrk úr Sáttmálasjóði. Eru þœr allar guðfræðilegs efnis, og sýna skoðun Haraldar á ýmsum höfuðlærdómum kirkjunn- ar. Ræðurnar og fyrirlestrarnir eru átta og eru íyrirsagnir þeirra þessar: 1. Friðþægingarhugmyndin i Gamla testament- inu, 2. Friðþægingarhugmyndin í Nýja testamentinu, 3. Frið- þíEgingarlnigmyndin frá sjónarmiði nútímans, 4. Hvað er að vera kristinn?, 5. Trúin á Jesúm Krist, Guðs son, i Nýja testa- mentinu, G. Eitt af vandamálum Nýja testamentisskýringar- innar, 7. Hvað kennir Kristur oss um dauðann, 8. „Eg vil fylgja þér hvert sem þú fer“. — Sum þessara erinda hafa áður birzt í timaritum. -— það er ekki tilætlun mín að skrifa neinn „ritdóm" um bókina, aðeins benda mönnum á, að í henni koma fram sömu kostir og öðru því, sem síra Haraldur hcfir skrifað: mikil lærdómur, skýr og ljós framsetning, fagurt mál og eld- legur sannfæringarkraftur, til að fylgja réttu máli til sigurs. það ætti að vera óþarfi að geta þcss, að hverjum guðfræðingi og hverjum þeim öðrum, sem kynnast vill þeim þáttum kirkju- kenninganna, sem bókin fjallar um, er nauðsynlegt að lesa hana. Á frú Aðalbjörg þakkii’ skildar fyrir að koma þessum erindum út. Frjálst líf, ræður fluttar í Ommen 1928 eftir ,1. Krishnamurti, er hók, sem frú Aðalbjörg Sigurðardóttir hefir þýtt og gefið út. Er mönnum hér nú svo kunnugt um Krishnamurti og upp- lausn hans á Stjörnufélaginu, að ekki er þörf á að greina það nánar hér. Aðalefni ræða þessara er, að mönnum beri að lifa lífi sínu frjálsir af hverskyns drottinvaldi, og leita sannleik-

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.