Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Blaðsíða 3
Þingg*erð 1929.
Ár 1929, laugardag 5. janúar hófst héraðsþing »Skarp-
héðins* að Þjórsártúni. Héraðsritari, Ingimar Jóhannes-
son, setti þingið kl. 3 síðdegis. Forseti var kjörinn Þor-
leifur Guðmundsson, fyrv. alþm. frá Háeyri, en vara-
forseti Helgi Kjartansson í Hruna. Ritarar Guðm. Páls-
son á Lambalæk og Arnbjörn Sigurgeirsson, kennari á
Selfossi.
Fyrir þinginu lá inntökubeiði frá tveim félögum: U.
M. F. Laugarvatnsskóla og U. M. F. »Merkihvoll« á
Landi. Þau fullnægja inntökuskilyrðum þeim, sem sett
eru af U. M. F. I., og voru því samþykt í einu hljóði
og boðin velkomin í hópinn. Eru nú 20 ungmennafélög í
héraðssambandinu »Skarphéðni«.
Þessir fulltrúar sátu þingið:
Frá U. M. F. Eyrarbakka: Þorleifur Guðmundsson,
Aðalst. Sigmundsson, Eiríkur J. Eiríksson, Jón Þórðar-
son og Ástríður Sigurðardóttir. — Frá U. M. F. Stokks-
eyrar\ Bjarni Júníusson, Ásgeir Eiríksson. — Frá U. M.
F. »Þórsm'órk*: Guðm. Pálsson, Páll Nikulásson. — Frá
U. M. F. *Baldur«.' Olafur ögmundsson, Guðrún Dið-
riksdóttir. — Frá U. M. F. Sandvíkmhrepps: Arnbjörn
Sigurgeirsson. — Frá U. M. F. »Sa»ihygd«: Hannes
Jónsson. — Frá U. M. F. Hrunamanna'- Árni Ogmunds-
son, Helgi Kjartansson — Frá U. M. F. *Ingólfur«: