Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Side 21

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1929, Side 21
N áttúrugripasafn Laugavatnsskóla. Ungmennafélagar hafa látið í ljós mikinn áhuga á stofnun alþýðuskóla á Suðurlandsundirlendi. Hefir sá áhugi þó, að þessu, komið meir fram í orði en athöfn. Er nú tími til kominn, að standa við stóru orðin, þar sero þroskavænlegur skóli er upp risinn meðal vor og hefir full not fyrir þá hjálp, sem ungmennafélagar hafa i té að láta. Æskumenn eru flestir félitlir, og væri því hentugt, ef til væri leið til að vinna skólanum gagn, án verulegra fjárútláta. Þetta er hægðarleikur hverjum áhugamanni, með því að safna uáttúrugripum og gefa skólanum. En náttúrugripasafn er hverjum skóla stórmikils virði. Nú vil eg heita á ungmennafélaga, að hjálpa Laug- arvatnsskóla til að koma sér upp öflugum vísi náttúru- gripasafns á þessu ári. Einkum er hægt án útbúnaðar og kunnáttu að safna eggjum, plóntum og steinum. Af eggjum þurfa helzt að vera jafnmörg og fuglinn verpir, og fylgi hreiður smáfuglaeggjum, en dúnn eggjum sund- fugla. Gat er borað á miðja hlið eggskurnarinnar (ekki enda) með strendum al, mjórri pípu stundið í gatið og lofti blásið inn í eggið. Kemur þá innmaturinn út. Þá skal skola skurnina innan og láta síga vel úr henni. —

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.