Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Síða 6

Frjáls verslun - 01.10.2001, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN Dró fyrir sólu i skamma slund Eitt sinn var ég spurður að því hvernig ein- staklingar og fyrirtæki færu að því að fjárfesta fyrir marga milljarða króna, eins og ekkert væri. Eg sagðist vera af gamla skólanum og kynni ekki önnur svör en þau að ef menn ættu ekki fyrir hlutnum sjálfir yrðu þeir að fá lánað fyrir honum. Einfaldara væri það nú ekki. Þetta samtal riQaðist upp fyrir mér þegar fréttir bárust af því sama dag- inn nýlega að tvö af þekktari fyrirtækjum landsins, Samvinnuferðir Landssýn og Jjármálafyrirtækið Burnham International, hefðu gefið upp öndina, orðið gjaldþrota. Tap- rekstur, sem íjármagnaður var með lánsfé, bar þau ofurliði - sem og rangar Jjárfestingar. Þau skulduðu of mikið og eig- endur þeirra töldu farsælla og hagkvæmara að hætta rekstr- inum strax í stað þess að auka hlutafé þeirra. Nokkrum óhug sló að fólki við þessar fréttir og óvenjumörgum var brugðið, sérstaklega vegna Samvinnuferða, þó að miklir erfiðleikar ferðaskrifstofunnar hafi verið á allra vitorði í rúmt ár. Þetta var ein elsta og rótgrónasta ferðaskrifstofa landsins og margir höfðu sólað sig á suðrænum ströndum á hennar vegum. Flestir spurðu sig að því hvort þetta væru fyrstu fréttir í röð ótíðinda úr viðskiptalífinu og hvort gjaldþrotafréttir verði uppi- staðan í fréttum næstu vikna og mánaða. Fréttir af gjaldþrotum munu örugglega aukast eitthvað þótt seint verði þær uppi- staðan í fréttum. Þær endurspegla nokkuð sem margir hafa vaxandi áhyggjur af; að meginvandi flestra fyrirtækja er hve þau skulda mikið. Auðvitað eru miklar skuldir ekki eitthvert náttúrulögmál sem gerist af sjálfu sér, til þeirra hefur verið stofnað af stjórnendum. Lánsfé ætti til langs tíma t.d. að vera ódýrara en hlutafé fyrir fyrirtæki því annars væri vinningsvon- in lítil hjá hluthöfum. Þegar á hólminn er komið eru hlutafélög fyrir hluthafana, en mörgum finnst það stundum vilja gleymast hjá stjórnendum þeirra. Hvers vegna brá fólki svona? En stöldrum aðeins við; þótt fréttir af gjaldþrotum feli í sér neikvæðan boðskap þá eru þær eðlilegar fréttir. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrirtæki gefist upp, það gerist út um allan heim, daglega. Á hverju ári er stofnaður Jjöldi íyrirtækja sem eiga sér ekki viðreisnarvon og lifa ekki einu sinni út stofnárið. Iiftími fyrirtækja er í raun ótrúlega stutt- ur. En hvers vegna brá þá fólki svona vegna Sam- vinnuferða og Burnham? Það, sem hefur breyst á Islandi frá árum áður, er hve almenningur er orð- inn virkur þátttakandi í hlutabréfaviðskiptum. Hann er núna að ganga í gegnum sína íýrstu hluta- bréfakreppu og margir eru illa særðir eftir að hafa tekið lán til að Jjárfesta í áhættuJyrirtækjum. Til þessa hefur almenningur séð bréfin lækka í verði en ekki að félög sem hann hefur keypt í hafi orðið gjaldþrota. Almenningur er líka minnugur þess - að minnsta kosti sá hluti hans sem kominn eru yfir þrítugt - hve ótrúlega hratt getur flarað undan skuldugum íyrirtækjum, hversu sterk sem þau kunna að hafa verið í Jýrndinni. Fyrir- tæki lifa skammt á fornri frægð. Skemmst er að minnast Sam- bandsins sáluga sem var skuldum vafið og skilaði ekki einu sinni afgangi upp í vexti og afskriftir. Þremur til Jjórum árum fyrir fall þessa risa hefði engan órað fyrir framhaldinu, en meg- invandi Sambandsins var of greiður aðgangur að lánsfé, það gat farið út í Jjárfestingar án þess að leggja fram mikið eigið fé. Banhakrísa? Sumir spurðu eftir fall Burnham hvort banka- krísa væri í uppsiglingu, hvort fleiri flármálaJyrirtæki - og þá stærri - væru komin að fótum Jram. Ekki síst vegna mikils taps Jjárfestingarfélaga, eins og Þróunarfélagsins, EFA Gildingar og Fjárfestingarfélagsins Straums sem hafa að undanförnu greint frá ískyggilegu tapi. Hins vegar er ekki annað að sjá en að bank- arnir standi traustum fótum. Þeir hagnast sem aldrei lyrr á vaxtatekjum en tapa vegna fjárfestinga á hlutabréfamarkaðnum. Sem betur fer var það aðeins í skamma stund sem dró íyrir sólu hjá mörgum þegar fréttir bárust sama daginn um örlög Samvinnuferða og Burnhams International. Þetta voru ótíð- indi, en í senn viss áminning um áhættu í atvinnurekstri og aðferðafræði í Jjárfestingum. Jón G. Hauksson TT u u* fj J- )^U rrm tTi .USI r±±Z ILlJ Stofriuð 1939 Sérrit um viðskiþta-, efnahags- og atvinnumál - 63. ár Sjöfii Guðrún Helga Geir Ólafison Hallgrímur Sigurgeirsdóttir Sigurðardóttir Ijósmyndari Egilsson auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjötn Sigurgeirsdóttir BLAÐAJMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttír UÓSMYNDARI: Geir Ólafsson UMBROT: Hallgrímur Egilsson ÚTGEFANDI: Heimur hf. RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: ÁSKRIFEARVERÐ: kr 3.790.- fyrir 6.-11. tbl. - 10% afsláttur ef greitt er með lcreditkortí. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575 FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. UTGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttíndi ásldlin varðandi efni og myndir ISSN 1017-3544 Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: Jv@talnakonnun.is 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.