Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Side 32

Frjáls verslun - 01.10.2001, Side 32
Magnús Norðdahl, forstjóri Aco-Tœknivals, vinnur að því að rétta við rekstur fyrirtœkisins ásamt rekstrarráðgjöfum sem ráðnir hafa verið tímabundið til starfa. Hann er bjartsýnn á framtíð fyrirtœkisins. Magnús Norðdahi hafði verið aðstoðarforstjóri Aco-Tæknivals í örfáa mánuði þegar hann tók við forstjórastarfinu. Hann vinnur með tveim- ur rekstrarráðgjöfum að því að iaga afkomuna en fyrirtækið sýndi yfir 800 milljóna króna tap fyrstu níu mánuði ársins. þessu ári. Samkvæmt níu mánaða uppgjöri þessa árs er rekstr- artap fyrirtækisins rúmar 800 milljónir króna og vinnur Magn- ús að því að rétta við reksturinn ásamt framkvæmdastjórn og rekstrarráðgjöfunum Jóni Snorra Snorrasyni og Ragnari Mart- einssyni, sem ráðnir hafa verið tímabundið til starfa. „Það er auðvitað ýmislegt sem þarf að laga en þetta er allt að snúast til betri vegar og framtíðin er þokkalega björt. Það er gífurlegur mannauður í þessu fyrirtæki, þekking og reynsla. Það er grunnurinn ásamt þeim viðskiptasamböndum sem við höfum, bæði við viðskiptavini og erlenda samstarfsaðila. Við höfum sömu möguleika og aðrir á því að skila góðri afkomu. Það er búið að taka reksturinn föstum tökum og við erum að vinna í stefnumörkun. Við munum bráðlega kynna skýrari og beittari stefnu fyrir félagið í heild,“ segir Magnús. - Tekur ekki nokkur ár að vinna sig út úr þessu? „Eg held að þetta sé 6-12 mánaða ferill. Við erum þegar farin að sjá betri merki en það eru engar töfralausnir fyrir hendi. Við erum ekki að fmna upp hjólið heldur notum bara gömlu, góðu vinnubrögðin og reynum að vinna þetta rétt og fá fólkið til að vinna í takt. Eftir 12 mánuði verðum við komin í sama veður og aðrir.“ B3 NÝIR STJÓRNENDUR FYRIRTÆKJfl Ingimar Jónsson framkvæmdastjóri Kaupáss Ingimar Jónsson, fv. framkvæmdastjóri Pennans, hefur nýlega tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Kaupáss hf. af Þorsteini Pálssyni, sem hefur tekið sér leyfi um óákveðinn tíma. Ingi- mar er lítt þekktur í við- skiptalífinu. Hann er Sauðkrækingur að upp- runa, sonur Sigríðar Ingimarsdóttur, hús- freyju og mötuneytis- starfsmanns frá Flugu- mýri í Skagafirði, og Jóns Jósafatssonar, tré- smiðs og hafnarvarðar á Sauðárkróki. Hann er lát- inn. Ingimar er fertugur að aldri, stúdent frá Sam- vinnuskólanum 1984 og hefur cand. oecon.-próf frá HI 1988. Ingimar var fjármálastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings á Sauðárkróki 1988 til 1996 er hann réðst til Pennans hf. í Reykjavík. Ingimar er áhugamaður um tónlist og lék á trommur og gaf út plötur með hljómsveitinni Upplyftingu um tíu ára skeið á áttunda og níunda áratugnum. Hann er liðtækur gítarleikari. Ingimar er hestamaður, hefur fengið verðlaun sem knapi og fengist við tamningar. Hann er einnig áhugamaður um íþróttir og skógrækt. 11] Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, er líft þekktur maður í viðskiptalífinu. Hann er frá Sauðárkróki, lauk stúdentsprófi frá Samvinnu- skólanum og cand. oecon.-prófi frá HÍ. Hann starfaði hjá Fiskiðjunni Skagfírðingi og Pennanum áður en hann réðst til Kaupáss. Ingimar Jónsson, framkvæmdastjóri Kauþáss, er lítt þekktur í viðskiþtalíf- inu en á landsmœlikvarða er hann kannski þekktasturfyrir þáttöku sína í sveitaballahljómsveitinni Upþlyftingu um tíu ára skeið. Ingimar hætti í hljómsveitinni þegar hann byrjaði í Háskóla Islands. Hjörleifíir Jakobsson forstjóri Olíufélagsins Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunnar, verður for- stjóri Olíufélagsins ehf. frá og með næstu áramótum. Hann hefur störf í kjölfar endurskipulagningar á starf- semi Olíufélagsins hf. sem felast m.a. í því að stofnað verður nýtt félag, Olíufélagið ehf., um olíuviðskiptin og rekstur bens- ín- og þjónustumiðstöðva. Auk þess verður sett á stofn sérstakt eignarhaldsfélag, sem ekki hefur verið gefið nafn, og mun ein- beita sér að eignarhaldi fyrirtækja, en Olíufélagið hf. á stóra hluti í ýmsum fyrirtækjum, td. í Olíuverslun Islands hf., Sam- skipum hf., Vátryggingafélagi Islands hf., Vinnslustöðinni hf. og Keri ehf. Áætluð ársvelta Olíufélagsins ehf. er um 15 millj- arðar króna. 32

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.