Frjáls verslun - 01.10.2001, Qupperneq 37
L
• GESTflPENNI FRfllVITIÐflRMYNT ISLflNDS
Þó ísland sé eyja, - hefur landið með samningum og aðild að
ýmsum samtökum og stofnunum orðið hluti af fjölþjóðlegu
viðskiptaumhverfi þar sem neytendur ætlast til að njóta svipaðra
kjara. Þetta er vandi fyrirtækja og framkvæmdavalds ríkisins, en
um leið áskorun til þeirra sem stjórna málum á hverjum tíma.
isviðskiptum inn-
an myntbanda-
lagsins aukist á
milli 10 og 700% og
að velferðaraukn-
ingin nemi um
20%. Rose varar þó
við því að einblínt
sé á háar tölur og bendir á að menn eigi líka að huga að mark-
tækum áhrifum, þ.e.a.s. að myntbandalög stuðli að auknum
viðskiptum og velferð. Hann talar þannig um „raunverulegar
og marktækar“ breytingar. Niðurstaða hans er sú, byggð á
ólíkum matsaðferðum, „...að lönd með sömu mynt versla
meira en þrisvar sinnum meira hvert við annað en lönd með
ólíka mynt.“ Meðal atriða sem Rose tekur tillit til er hvort
löndin noti sama tungumál, svipaða viðskiptasamninga, búi
við skylda menningu, hafi svipað réttarkerfi og sögu o.s.frv.
Rose telur að aðild Svíþjóðar að EMU muni líklega leiða til
þess að verslun landsins við myntsvæðið tvöfaldist eða jafnvel
þrefaldist miðað við núverandi stöðu. Þetta þýddi mikla aukn-
ingu í sænskri framleiðslu og velferð auk þess sem verslun
myndi aukast gríðarlega. Hann bendir á að verslun vaxi ekki að-
eins innan myntbandalagsins heldur einnig við lönd utan þess.
Ferðamenn koma með evrur ísienskt þjóðfélag
er mjög háð utanríkisverslun, bæði útflutningi á
vörum og þjónustu og innflutningi neyslu- og
ijárfestingarvara. Mikill hluti vöruútflutnings
er til evrulanda og seldur í evrum, en þjón-
ustu er e.t.v. algengara að selja í Banda-
ríkjadölum. Eins og áður sagði hefur ^
notkun evru í viðskiptum verið algeng ý
frá árinu 1999.
Telja verður líklegt að frá næstu
áramótum muni ferðamenn frá lönd-
um, sem nota evru sem sína mynt,
fljótlega kreijast þess að verð
flugfélaga, hótela, bílaleiga, veit-
ingahúsa o.fl. sé gefið upp í evr-
um og e.t.v. eykst líka notkun á
evrum sem reiðufé við greiðslu
reikninga. Evran er verðmeiri
mynteining en menn hafa átt að
venjast í þeim löndum sem eru
að taka hana upp sem sameigin-
lega mynt og fólk mun því lík-
lega finna að það hefur verð-
meiri og öflugri mynt undir
höndum þar sem evran er en
eldri mynt þeirra var. Ef gengi
evrunnar styrkist einnig, sem
ekki er talið ólíklegt, þá ýtir það
enn frekar undir mikilvægi
myntarinnar í augum þeirra
sem hana eiga. Verð í evrulönd-
unum verður gegnsætt og leiðir
eflaust til samræmingar skatta
og gjalda þannig að söluverð
verði sem líkast í öllum löndun-
um. En þetta mun einnig hafa
5QII1S-
Ef krónan gengur ekki í endurnýjun Irfdaga,
er ekki ólíklegt að atvinnulífið á íslandi
muni á næstu 1-2 árum taka upp evru á ís-
landi í raun, þar sem nú verður heimilt að
færa ársreikninga í erlendri mynt eins og
evrum, hvort sem stjórnmálamenn taka
opinbera afstöðu til þess máls eða ekki.
áhrif í löndum eins
og á Islandi þar
sem verslun og
þjónusta er í sam-
keppni við ná-
grannalöndin og
íslenskir neytend-
ur munu kreijast
svipaðs verðs og þess sem algengt er í evrulöndum. Þó að Is-
land sé eyja, - hefur landið með samningum og aðild að ýms-
um samtökum og stofnunum orðið hluti af fjölþjóðlegu við-
skiptaumhverfi þar sem neytendur ætlast til að njóta svip-
aðra kjara. Þetta er vandi fyrirtækja og framkvæmdavalds
ríkisins, en um leið áskorun til þeirra sem stjórna málum á
hveijum tíma.
Ársreikningar í evrum Ef krónan gengur ekki í endurnýjun
lífdaga, er ekki ólíklegt að atvinnulífið á íslandi muni á næstu
1-2 árum taka upp evru á Islandi í raun, þar sem nú verður
heimilt að færa ársreikninga í erlendri mynt eins og evrum,
hvort sem stjórnmálamenn taka opinbera afstöðu til þess
máls eða ekki. 011 notkun evrumyntar, hvort sem er í við-
skiptum fýrirtækja, erlendra ferðamanna hér eða íslenskra
ferðamanna erlendis, f útgáfu hvers konar kynningarefnis
eða með fjölgun evrugjaldeyrisreikninga, mun breyta þeim
viðmiðum sem nú eru notuð. Fjölmiðlar munu
einnig í vaxandi mæli vísa til evra, m.a. í saman-
burði á verði vöru og þjónustu. Að binda
íslensku krónuna við evruna, eins og löndin
12 innan EMU hafa gert á undirbúnings-
tímanum, væri tilraun til að tengja hag-
kerfið EMU, en á þann hátt tæki
Island þó ekki þátt í myntbanda-
laginu. Upptaka evru er tvímæla-
laust þýðingarmeiri aðgerð en að
binda eigin mynt við evruna.
Brýnt er að stjórnvöld hér taki
undir þau sjónarmið samtaka at-
vinnulífsins að skilgreina
samningsmarkmið Islands
vegna viðræðna við ESB um
aðild landsins. Upphaf slíkra við-
ræðna við ESB þarf að verða fyrr
en seinna því ekki verður undan
því vikist að leita lausna á vand-
anum sem veik staða krónunnar
skapar og leita nýrra sóknarfæra
inn á EMU svæðið. Oft er nefnt
að aðild Noregs að ESB og Dana
og Breta að myntbandalaginu
myndu valda því að Island gæti
ekki staðið utan ESB. Spurning-
in nú er hvort Island geti staðið
utan ESB og EMU með okkar
verðlitlu krónu. Sjálfstæði
Islands grundvallast ekki á eigin
mynt heldur á samkeppnishæfu
atvinnulífi og traustu hagkerfi.
Felst skammtímalausn e.t.v. í
bindingu krónu við evrunaPSH
37