Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Qupperneq 75

Frjáls verslun - 01.10.2001, Qupperneq 75
KOSTIR VIÐBÓTflRLÍFEYRISSPARNAÐflR Samtryggingalífeyriskerfið borgar út ellilífeyri sem er í kringum 63% af meðallaunum einstaklinga ef greitt hefur verið í 40 ár. Einstaklingar sem greiða styttra eiga minni rétt. Þetta þýðir að fólk fær rúmlega helming þeirra launa sem það hefur við lok starfsævi í ellilífeyri en vilji fólk ekki skerða sín lifsgæði svo mikið, þá verður að gera eitthvað í málinu. Þau 10% sem greidd eru í lífeyrissjóð duga einfaldlega ekki til að halda sömu lífsgæðum og launum eftir að fólk kemst á ellilífeyrisaldur,“ segir Hafliði Kristjánsson, forstöðumaður hjá Kaupþingi. Skattalegt hagræði „Vilji fólk hafa það betra verður að gera eitt- hvað í þvi. Besta leiðin er með viðbótarsparnaði í séreignarsjóð. Það sem gerir þennan sparnað betri en annan sparnað er í iyrsta lagi mótframlagið, en flest af stærstu launþegasamtökum lands- ins hafa samið um 2% mótframlag auk þess 10% framlags á iðgjaldið sem ríkið greiðir. Þetta þýðir að aðili, sem greiðir 4% af launum í viðbótarsparnað, fær 6,4% íramlag greitt inn á reikning sinn ef hann er í viðbótarsparnaði. Mótframlagið er þannig 60% hækkun á framlagi launþegans. Hitt mikilvæga atriðið er skattalegt hagræði. Þar koma nokkur atriði inn í og það mikilvægasta þeirra er að verið er að ávaxta tjármuni án þess að greiddur sé 10% fjármagnstekjuskatt- ur af fénu. Það þarf engan erfðatjárskatt að greiða, erfist sparnað- urinn til maka og barna en hann getur verið allt að 10%. I þriðja lagi Jrestast tekjuskatturinn. Það er ekki beint hagræði í þvi þar sem ekki er vist að tekjuskattsprósentan verði sú sama við út- greiðslu séreignarinnar og við inngreiðslu. Hækki skattprósent- an skapast skattalegt óhagræði, en lækki prósentan skapast „Eftir því sem meira er fjárfest í hlutabréfum má búast við hærri meðalávöxtun, en að sama skaþi meiri sveiflum. Ég vil t.d. þersónu- lega sjá neikvœða ávöxtun sum árin, vegna þess að ég veit að öðruvísi get ég ekki búist við hárri meðalávöxtun, “ segir Hafliði Kristjánsson, forstöðumaður hjá Kauþþingi. Af hverju þurfum við að spara í lífeyrissjóð? skattalegt hagræði. Hins vegar er mögulegt að minnka hjá sér jaðarskatta, eins og hátekjuskatt, með frestun tekjuskatts.“ Samanburð við annan sparnað má sjá í töflunni hér að neðan. Miðað við 4% framlag og 2,4% mótframlag launagreiðanda (flestar hafa samið um slíkt) fær viðkomandi greitt út tæplega 8,4 millj- ónir en ef sama upphæð hefði farið í venjulegan sparnað hefði útgreiðslan verið tæplega 4,8 milljónir. Viðbótarsparnaður flnnar sparnaður Mótframlag 2,4% 0 Framlag á mánuði *9.600 **3.698 Eign eftir 30 ár 13.609.087 5.242.334 Tekjusk. 38,37% 5.221.807 0 Fjármagnstekjusk. 0 391.105 Til utgreiðslu 8.387.280 4.851.228 5 4% framlag launamanns með 15Q.D0D króna tekjur, 6000 kr. + mótframlam launa- greiðanda. Tekjuskattur þegar greiddur. Miðað er við 8% ávöxtun Langtímasjónarmið hagstæðust „Þá er bara eftir spurningin um það hvar eigi að spara," segir Hafliði. „Mjög margir eru á þessum markaði og erfitt að greina hvað hentar manni best. Séreignar- sjóður Kaupþings býður upp á fimm leiðir til ávöxtunar, sem eru mismunandi vegna hlutfallslegs vægis hlutabréfa og skuldabréfa. Þannig er hægt að velja sér Jjárfestingarleið sem byggist ein- göngu á tjárfestingum í hlutabréfum og fjárfestingarleið sem byggist eingöngu á tjárfestingum í skuldabréfum. Hinar leiðirnar eru svo þar á milli. I Ævilínu Séreignarsjóðs Kaupþings breytist flárfestingaleið rétthafans sjálfkrafa eftir aldri og vægi hlutabréfa minnkar þegar nær dregur töku ellilífeyris. Þannig er áhætta eða sveiflur í ávöxtun séreignar minnkuð eftir þvi sem aldurinn fær- ist yfir. Ekki má hafa skammtímasjónarmið til hliðsjónar því að þetta er langtímaávöxtun. Það munu verða hagsveiflur og auðvitað mun það hafa áhrif á ávöxtunina. Eftír því sem meira er Jjárfest í hlutabréfum má búast við hærri meðalávöxtun, en að sama skapi meiri sveiflum. Eg vil t.d. persónulega sjá neikvæða ávöxtun sum árin, vegna þess að ég veit að öðruvísi get ég ekki búist við hárri meðalávöxtun. Þegar vextir eru jafn háir og þeir eru í dag getur virst sem innlánsreikningar getí boðið betri ávöxtun en verð- bréfasjóðir eins og Séreignarsjóður Kaupþings. Það er hinsvegar misskilnmgur. Vextir á innlánsreikningi eru breytilegir, þannig að þegar markaðsvextir lækka minnkar ávöxtun á innlánsreikn- ingum. Þeir sem eru yngri en 60 ára eða eiga fheira en 7 ár eftír af starfsævinni ættu allir að greiða viðbótarsparnað í verðbréfa- sjóð, en ekki á innlánsreikning." BD 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.