Frjáls verslun - 01.10.2001, Page 84
Þ
Smáralind. Nýjasta verslunarhöllin. Skyldi hún draga til sín svo stóran hluta verslunarinnarfyrir jól að
ekki standi steinn yfir steini annars staðar? Eða minnkar bara verslun í útlöndum og fœrist heim?
etta hefur allt gengið framar
vonum og flestir að ég held
ánægðir," segir Jóhannes
Jónsson í Bónus þegar hann er
spurður álits á Smáralind og versl-
uninni þar. „Eg get að minnsta
kosti ekki verið annað en ánægð-
ur með okkar hlut í Smáralind
enda eru í húsinu stórar verslanir
sem draga að, verslanir sem fólk
þekkir að utan og sækir í.“
Jóhannes segir að færri ferðir og minni innkaup íslend-
inga erlendis séu að skila sér beint til kaupmanna hér á landi.
„Enda er verðið það sama víða og úrvalið mjög gott,“ segir
hann. „Þetta þýðir að verslunin er meira að flytja hingað
heim, fólk fer utan til að skemmta sér og slaka á og hafa það
gott.“ ffij
©aður er
manns gaman
Kelður að sér ljönðum
Jóhannes Jónsson í Bónus er ánægður með hlut Smáralindar í
jólaversluninni það sem afer.
Eg held að jólaverslunin í ár verði heldur betri en á síðasta
ári,“ segir Gísli H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Garð-
heima. „En ég held jafnframt að það verði ódýrari hlut-
irnir sem seljast, hinir dýrari sitji eftir. Fólk heldur að sér
höndum hvað varðar dýrari hluti. Það sást strax í sumar og
heldur áfram nú. Hvað varðar baráttuna milli Smáralindar,
Kringlu og Laugavegar, þá hefur maður heyrt að talning bíla á
bílastæðum Kringlunnar segi að aðeins sé um 3% minnkun að
ræða en auðvitað vona ég bara að þetta skiptist á milli þeirra.
Það eru auðvitað ekki allir „alltaf í leiðinni" eins og við hér.SH
84