Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2001, Side 88

Frjáls verslun - 01.10.2001, Side 88
Koda^f' í^y'ít' noW Asgeir H. Ásgeirsson, vöru- stjóri nýtæknivara hjá Hans Petersen. „Það er alveg ótrú- lega einfalt að vinna með hinar nýju myndavélarfrá Kodak, en í heild hafa þær fengið nafnið „Kodak EasyShare System." 1 Xi MYNDAVELA STAFRÆNa myndavelar AP Stafrænt er boðorð dagsins og hvar á það betur heima en í myndavélum? Stafrænar myndavélar hafa verið í boði um tíma og hafa framleiðendur keppst við að setja á markað vélar sem eru hver annarri fullkomn- ari. Stórfyrirtækið Kodak fór ofurlítið aðra leið og ákvað að tími væri kominn til þess að fram- leiða myndavélar, sem væru einfaldar í notkun, hentuðu almennum notendum, stórum hópi þeirra sem væru að taka myndir og væru á við- ráðanlegu verði. „Kodak hefur verið leiðandi frá upphafi,“ segir Ásgeir H. Ásgeirsson, vöru- stjóri nýtæknivara hjá Hans Petersen. „You push the button we do the rest“ hefur verið slagorð Kodak frá upphafi, og er endur- nýjað nú með „easy share“ kerfinu en það eru fyrstu stafrænu myndavélarnar sem henta almennum neytendum án þess að þeir séu út- skrifaðir tölvusnillingar. Útkoman varð nýjung sem vafalítið á eftir að slá í gegn. Ekki bara ein myndavél heldur fimm, sem allar eiga það sameiginlegt að nota einfalda tengistöð, vöggu, og gefa möguleika á frábærum myndum fyrir Netið og útprentunina, allt eftír því hvaða kröfur notandinn gerir.“ Einfalt og auðvelt Uppsetning á „easy share“ stafrænni myndavél er einstaklega einföld, það eina sem þarf að gera er að tengja vögguna við tölvuna, skilgreina möppu sem myndirnar eiga að fara í og sefja inn hugbúnaðinn. Þegar búið er að taka myndir er vélinni einfaldlega lagt í vögguna og ýtt á hnappinn. Þá færast myndirnar sjálfkrafa yfir í tölvuna þar sem hægt er að skoða myndirnar og eiga við þær með Kodakhugbúnaði. Með þeim hugbúnaði er hægt að laga lýsingu, liti, skerpu, rauð augu, gera myndir svarthvítar o.fl. Hægt er að útbúa „slides show“, prenta myndir og senda myndir í tölvupósti beint úr forritínu. Um leið og vélin er lögð í vögguna hlaðast rafhlöðurnar þannig að vélin er tilbúin fyrir næstu myndatöku. „Það er alveg ótrúlega einfalt að vinna með hinar nýju myndavélar frá Kodak, en í heild hafa þær fengið nafnið „Kodak EasyShare System.“ Vélarnar eru ekki bara einfaldar í notkun og þægilegar, heldur eru þær á mjög góðu verði,“ segir Ásgeir. „Þær eru því kjörnar til jólagjafa og aðeins spurning um það hver þörf notandans er. Það er svolítíll munur á stærðum myndanna eftír tegundum vélanna því að það eru til vélar sem henta í öll verkefni." H3 Stórfyrirtækið Kodak fór ofurlítið aðra leið en aðrir myndavélaframleiðendur og ákvað að tími væri kominn til þess að framleiða myndavélar sem væru einfaldar í notkun, hentuðu almennum notendum, stórum hópi þeirra sem væru að taka myndir og væru á viðráðanlegu verði.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.