Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 7

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 7
Pétur Jónsson blikksmiður. Formaður Ármanns, Jens Guðbjörnsson, hefir mælst til þess, að eg ritaÖi fáein orð urn Pétur blikksmið Jónsson. Þetta er mér ljúft að gera, þótt eg hins vegar viti, að á þeim skamma tírna, sem mér er ætlaður, verður þess enginn kostur, að gera minningu þess mæta rnanns þau skil, sem skylch. Mér er enn í minni, er fundurn okkar Péturs bar saman í íyrsta sinn. Það var i. ágúst 1897, daginn fyrir þjóðhátíð Reykvíkinga. Eg var kom- inn til Reykjavíkur, til að keppa í glímunni á þjóð- hátíðinni. Var mér lient á, að hitta Pétur blikk- smið, til að geta orðið þátttakandi, og hélt eg þang- að. Eg hitti Pétur í smiðju sinni. Eg nefndi nafn mitt og bar upp erindið. Segir ekki að þessu sinni hvað okkur fór á milli. En hitt skal tekið fram, að mér varð starsýnt á mannin og fanst svo rnikið til um vöxt hans og glæsimensku, að þannig gat eg hugsað mér hetjurnar fornu, sem mannaforráð voru gefin. Allur var maðurinn höfðinglegur sýnum, rödd- in þróttmikil og hreimfögur. Upp frá þessu konr eg aldrei svo til Reykjavikur, að eg hitti ekki Pétur. Ræddum við þá oftast um glímuna og þó Pétur væri þá hættur glímu, fór ekki dult, að hann mat þessa þjóðaríþrótt okkar ís- lendinga öllum íþróttum frarnar og kunni þar betri skil á, en allir aðrir, sem eg hafði kynnst. Eftir að eg fluttist til Reykjavíkur, vorið 1905, áttum við Pétur oft tal saman um nauðsyn félags- Pétur Jónsson. stofnunar, glímunni til viðreisnar og eflingar. Og þó að sá félagsskapur kæmist ekki á fót 'fyr en á öndverðu ári 1906, þá átti Pétur ekki sök á þvi. En á stofnfundi Ármanns var Pétur kjörinn glímu- kennari félagsins og hélt hann því starfi til æfi- loka. Og það mun dómur okkar allra, sem áttum þvi láni að fagna, að njóta tilsagnar hans, að fáir, eða engir kennarar hafi nokkru sinni sýnt jafn lif- andi áhuga og ósérplægni í starfi sínu sem hann. Og svo vel fylgdist hann með hverri glímu á æf- ingurn, að ósjálfrátt varð hann þátttakandi i henni með viðeigandi brögðum, sveiflum og beygingum. Blessuð sé minning hans. Guihn. Guihmindsson.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.