Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 16

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 16
íiÖ kosta dvöl okkar þar á staÖnuni. Koni ]>að okk- ur á óvart, og stöndum við í mikilli þakklætisskuld við þessa menn, fyrir þessa óvenjulegu hugulsemi og höfðingsskap í okkar garð. U.M.F. Efling kost- aði dvöl okkar í Laugaskóla í heila'n sólarhring og hjónin Páll Jónsson og Rannveig Kristjánsdóttir annan sólarhring. Dvöl okkar á Laugaskóla verður okkur ógleymanleg, og er sá staður i minningu okk- ar einhver hinn skemtilegasti i ferðinni. Thulin Jo- hansen á Reyðarfirði kom með okkur frá Reyðar- firði og fylgdist með okkur um Héraðið. Flutti hann áhöld okkar á sinum eigin híl, og vildi ekki heyra minst á horgun fyrir, og fyrir utan alt þetta sem gengur langt yfir ]>að, sem hægt var að láta sér detta í hug, eigum við enn margs að minnast: Allra þeirra, sem undirbjuggu sýningar okkar. Þeirra, sem létu okkur njóta félags okkar, svo sem á Skinnarstað, Hallormsstað og viðar. Fyrir þetta gátum við aðeins látið ])akkir okkar í té og fáum það aldrei borgað. í samsæti, sem okkur var haldið á Reyðarfirði, að tilhlutun borgara þar, sátu tveir stofnendur Ar- manns: Sigfús Einarsson söðlasmiður, sem nú er aldraður maður, og Guðjón Jónsson húsasmiður, og bar þeim aðeins það á milli, að Sigfús telur fé- lagið stofnað 1896 og var hann einn af þremur stofnendum, en Guðjón telur það stofnað 1906. En sannleikurinn er sá, og hefir það komið fram fyr, að félagið er elsta starfandi i])róttafélag landsins, þrátt fyrir ])að, að þvi voru ekki sett lög fyr en 7. janúar 1906, sem talið er afmæli félagsins. Báð- ir þessara manna, Sigfús og Guðjón, fylgjast mjög vel með öllu starfi félagsins og báðu þeir farar- stjóra okkar að skila kveðju sinni til Ármanns. Það var glaðlynt áhugafólk, sem fór þessa för og því var liægt að gera sér gaman að ölllu. — Hvað var sjóveikin hjá ])ví, að sjá strákunum gef- ið sjóbað með slöngunni, sem skipið var hreinsað með? Austfjarða])okan og rigningin gleynidist fyr- ir fegurðinni og sólskininu í Hallormsstaðaskógi. Hver hugsaði um það, ])ótt svefn væri af skornum skamti ? Allir glaðvöknuðu a. m. k. ]icgar einn sást liggja steinsofandi undir skólal)orði á Eiðum, á með- an beðið var eftir sýningu þar. — Ja, hann var sá eini, sem ])á ekki hló. Það er margt skoplegt, sem getur komið fyrir á langri leið og hæfileikinn til að njóta þess, hyggist á skaplyndi fólksins. Væri eg spurður, hvað helst hefði gert þessa ferð svo ánægjulega fyrir alla þátttakendur. mundi eg nefna þrent til: Móttökurnar, sem við átturn hvar- vetna að mæta, fegurð landsins okkar og félagsskap- urinn. Sá félagsandi, sem svo mjög einkennir alla starfsemi Ármanns kom glögglega fram í þessari för og það verður hann, sem allra lengst viðheld- ur minningunni um hana. Við komum heim að kveldi þess 23. júlí, hress, kát og syngjandi. Það er ekki okkar, að dæma um þann íþróttaárangur, sem kann að hafa orðið af för- inni, en ])að er von okkar, að hann hafi orðið nokkur, bæði fyrir félagið og fyrir aukningu lík- amsmentunar í landinu. Úrvalsflokkur karla, Hringfararnir.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.