Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 24

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 24
i8 Á R M A N N Skíðaskáli Ármanns í Jósepsdal. Þegar ekiÖ er þjóðveginn austur, liggur afleggj- ari af veginum neðst í Svínahrauni. Þetta er veg- ur, ruddur af Ármenningum í fyrra, og síðar bætt- ur af Vinnuskóla Reykjavíkurbæjar, og liggur upp í Jósepsdal. Vegur þessi er nú mjög góður, eítir ])ví sem ruddir vegir eru. Hann liggur milli frem- ur lágra hæða og er hvergi á honum tilfinnanleg- ur halli, fyrr en keyrt er upp skarðið, sem liggur inn í dalinn á milli Vífilsfells og Sauðadalshnúks, en þegar komið er þar upp, blasir dalurinn við, fremri hluti hans, og skálinn, sem Ármenningar hafa reist sér þar í 1000 feta hæð. En það er ekki fyr en komið er alla leið heim að skálanum, að dalurinn, sem er um 3 km. að lengd, sést allur, því fjöllin loka honum i miðju utan frá séð. Utan- vert í dalnum er steinninn „Einstæðingur", sem um eitt skeið var eina skjól Ármenninga á þess- um stað, og er eins og annað hús í dalnum. Þar i kring er dalurinn sandorpinn, en fyrir framan skálann og um það bil um hálfan botninn, er dalurinn vaxinn grasi, og er dalbotninn þar, eins og annars staðar, alveg sléttur. Eru þarna því hin læstu skil- yrði til ýmsra leikja og æfinga á sumrin. Alt í kring risa há fjöll, svo að frá skálanum sést ekki út úr dalnum. En strax og komið er lítið eitt upp í brekkurnar, opnast hið fegursta útsýni, sem stöð- ugt fríkkar eftir því sem oftar dregur, og af topp- um Bláfjalla mun í björtu veðri vera hið fegursta útsýni, sem getur hér nærlendis. Þannig lítur hann út, staðurinn, þar sem Ármenn- ingar hafa reist skála sinn, og hann á meira af fegurð, en hér hefir verið lýst. I snjó og tungls- Ijósi er hann líkastur æfintýralandi, og þeir munu fáir, sem gleyma honum, er þeir hafa séð hann svo töfrandi. Það minnir lika mest á æfintýri, hvernig skál- inn er kominn upp, fyrir fjárframlög velviljaðra og góðra stuðningsmanna félagsins, og fórnfýsi og dugnað félagsmanna. Skálinn hefir aldrei greitt einn eyri í vinnulaun, en margir þeirra, sem unnið hafa við hann, hafa lagt í þá vinnu alla helgidaga í samtals 6 mánuði, og oft hefir verið kvaddur sam- an hópur að kvöldi og unnið fram til kl. 2 og 3 á nóttunni, og þá oft í dynjandi rigningu eða kulda, og komið hefir það fyrir, að allir hafa verið hás- ir í nokkra daga, en þrátt fyrir það lagt upp, þeg- ar kallið kom næst. Samt er þetta alt með æfin- týraldæ, lika fyrir þá, sem l)est þekkja, hve rnikla vinnu og sjálísafneitun það hefir kostað, að koma skálanum upp, en máske er það vegna þess, að dag heilsað upp á síðustu sýningarborgina, sem var Elberfeld-Barmen, sem eru 2 samvaxnar 1)orgir með samtals um 435.000 íbúum. Það, sem mér er sérstaklega minnisstætt frá þessari l)org, er svif- brautin, sem kvað vera sú einasta i heimi. Sá mun- ur er á járnbraut og svifbraut, að vagnar hinnar síðarnefndu lianga á vírum, sem haldið er uppi af þar til gerðum staurum. Þessi braut var um 15 km. löng. Þá er nú þessi ferð brátt á enda. Áður en við skildum við Þýskaland komum við til Köln, auð- vitað til að skoða kirkjuna, því nú var allur hóp- urinn orðinn mjög kirkjurækinn. Þaðan var haldið eins og leið liggur til Ostende í Belgíu, síðan yfir Ermarsundið til Dover og áfram til London. Þar höfðum við stutta viðstöðu, því margra hluta vegna urðum við að komast til Leith sem fyrst. Daginn eftir að við komum þangað, kom Brúarfoss og vor- um við fegnir að sjá íslenskt skip, því okkur fanst við vera búnir að vera heila eilífð á ])essu flakki. 1 Leith héldum við 1 sýningu fyrir boðsgesti ein- göngu. Þann 24. okt. lét Brúarfoss úr höfn og skil- aði okkur 3 dögum síðar heilu og höldnu til Reykja- vikur. Hafði ferðin þá tekið rétta 2 mánuði og voru flestir búnir að fá nóg i bili. Alls höfðum við haldið 26 sýningar í 22 l)orgum. Þegar ég nú lít yfir þetta, senr ég hefi hripað hér niður, þá sé ég að það er eiginlega hvorki fugl né fiskur. Eg ætlaði að skrifa ferðasögu í stórum dráttum, en sé það fyrst nú, að ég hefði þurft a. m. k. 5 sinnum meira rúm í blaðinu til að segja það, sem ég ætlaði að segja, en þetta rúm fékk ég ekki og þess vegna er nú ferðasagan eins og hún er. Konráð Gtslason.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.