Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 28

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 28
22 Á R M A N N Þrír af hinum eldri. Sigurjón Hallgrimur Guðmundur Pétursson. Benediktsson. Stefánsson. Hér Hirtist mynd af þeim þrem Ármenningum. er voru glæsilegustu og mest dáðu íþróttakappar sinnar tíðar. Guffmundur Stefánsson var sá af sunnlendingun- um, er fyrstur hlaut sæmdarheitið „glímukonungur lslands“. Varð hann, svo sem kunnugt er, að sækja þá nafnbót til Akureyrar. Það var árið 1909, sem þeir Sigurjón Pétursson og Guðmundur voru gerðir út af örkinni, til ])ess að ná í beltið og tókst það svo vel, að þeir urðu 1. og 2, í þessari glímu. Þetta var 4. Íslandsglíman. Fyrstu þrjú árin var einnig keppt um íslandsbeltið á Akureyri og hlaut Ólafur Davíðsson það í fyrsta sinni, er glimt var, en Jó- hannes Jósepsson í hið annað og þriðja. För þeirra Guðmundar og Sigurjóns var öll hin glæsilegasta og mjög rómuð, enda báru þeir af Norðlendingum í glímusnild. Segir í ísafold frá þessum tíma, „að það muni ekki mikil hætta á að Grettisbeltið fari norður aftur fyrst um sinn.“ Hallgrímur Benediktsson vann hina frægu Þing- vallaglímu árið 1907, er var svo mjög umtöluð í þá daga, vegna hinnar miklu keppni, er var milli norðan- og sunnanmanna. Hann vann einnig Ármannsskjöldinn í fyrsta og annað skifti, sem keppt var um hann, en það var árin 1908 og 1909. Og á Olympíuleikunum í Stokk- hólmi 1912 hlaut hann hinn fagra bikar, er keppt var þá um í íslenskri glímu. Sigurjón Pctursson hefir hlotið þá sæmd, sem eng- um öðrum hefir hlotnast, en það er að hafa glímu- belti Í.S.Í. í sínum vörslum í 9 ár. Árin 1910—1913 var hann glímukonungur íslands, en 1914—-1918 var ekki keppt, vegna þess að fáir rnunu hafa treyst sér til að sækja beltið' i hendur hans. Ármannsskjöldinn vann hann 6 sinnum i röð og þar með 2 skildi til fullrar eignar. Á Olympíu- leikunum 1912 kepjiti hann í grísk-rómverskri glímu og gat sér þar hinn besta orðstír, þótt þar væri við ofurefli að etja. Margt fleira hafa þessir menn unnið sér til frægð- ar, en hér verður staðar numið að sinni. Vér yngri félagar dáumst að þeim ljóma, er þess- ir menn hafa varpað á islenskt íþróttalif með frækn- leik sinum og jafnframt á nafn gamla Ármanns. Þökk sé yður, þremenningar! Jens Guðbjörnsson. Skíðamenn félagsins hafa i hyggju að fá í vetur skíðapeys- ur í lit félagsins (bláar), og með félagsmerkinu í brjósti. Prjónastofan Malín mun prjóna peysurnar, en sökum ])ess, að ekki er til sem stendur nóg garn í þeim lit, sem um er að ræða, geta þær ekki orð- ið til fyr en seint i desember. Skíðafólk innan fé- lagsins, sem hefir i hyggju að fá sér slíkar peys- ur, getur gefið sig fram við skíðanefnd félagsins og tekur hún við pöntunum. 13. Landsfimleikamót Noregs verður haldið í Osló dagana 26.—28. maí næstk. Stjórn íþróttasambands íslands hefir verið boðið að senda þangað bæði flokk karla og kvenna. Nokkur helstu íþróttamótin næsta ár: Skjaldarglíman 1. febr. Víðavangs- hlaup Í.R. 21. apríl. Drengjahlaup Ármanns 24. april. í apríl verður og Flokkakeppnin í fimleikum. 17- júni iþróttamót. í júní Kappróðrarmót Ármanns. íslandsgliman 30. júni. Allsherjarmót Í.S.I. í júlí. Drengjamótið 3. ágúst. Kappróðrarmót Tslands í ágúst. Útgáfu blaðsins annast Jens Guðbjörnsson.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.