Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 21

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 21
A R M A N N 15 Þýskalandsför Ármanns 1929. Með því að svo langt er um liðið síðan þessi för var farin, þykir mér tilhlýðilegt að nefna þá menn. sem þátt tóku í henni, áður en frásögnin hefst. Glímu- og fimleikamennirnir voru þessir: Friðrik Jcsson, Gcorg Þorsteinssofl, Hclgi Kristjásson, Jón Gitffmann Jónsson, Jörgen Þorbergsson, Konráff Gíslason, Óskar Þórffarson (stóri), Óskar Þórðarson (litli), Ragnar Kristinsson, Siguröur Thorarcnsen, Stefán E. Jónsson, Valdimar Krístinsson, Viggó Nathauaclsson, Þorsteinn Einarsson og Þorsteinn Kristjánsson, samtals 15. Fararstjóri var Jón Þor- steinsson, íþróttakennari og stjórnaði hann jafn- framt sýningunum, en Lúffvig Guðmundsson skóla- stjóri var fyrirlesari fararinnar. Auk þeirra, sem nú hafa verið nefndir, tóku þeir Jcns Guðbjöms- son form. Ármanns og Árni Óla blaðamaður einn- ig þátt í förinni, ennfremur Rcinhard Prins, sem sá um allan undirbúning í Þýskalandi. Það var kl. 6 að kvöldi dags, hinn 26. ágúst, að Gullfoss lagði frá hafnarbakkanum í Reykjavik með okkur Þýskalandsfarana innanborðs. Allir vorum við eins klæddir, í hrúnum jakkafötum, með bláar húfur og var Ármannsmerkið fest í þær. Sjóferðin til Leith varð ýmsum erfið, því sjór var úfinn og gerðust ])á flestir kapparnir ærið framlágir. Menn urðu því fegnir, er þeir komust á þurt land í Leith, sem var á hádegi þann 30. ágúst., og þótti þó flest- um l)orgin heldur óglæsileg. Viðstaðan var stutt, en þó nógu löng til þess að menn gátu jafnað sig eftir sjóvolkið, og kl. 8 sama dag var haldið áleiðis til Kaupmannahafnar, en þangað var komið 2. sept. Þar vorum við urn kyrt i einn dag, en í býtið morg- uninn eftir var allur hópurinn kominn i járnbraut- alrest á leið til Þýskalands. Fyrsta borgin, sem við áttum að sýna i, var Kiel, og komum við þangað eftir 13 tíma járnbrautarferð og voru þá flestir búnir að fá nóg, jafnvel þeir, sem aldrei höfðu í járnbrautarlest komið og þráðu. að reyna slíkt far- artæki. í Kiel, eins og annarsstaðar, sem við sýnd- um, var okkur skift niður á ýms heimili, sem lioð- ist höfðu til að hýsa íslendingana á meðan þeir stæðu við, Hinn 4. sept. var fyrsta sýningin, sem eingöngu var fyrir börn, en daginn eftir var opinl)er sýning, og sóttu hana um 1000 manns. Allar sýningarnar hófust með því, að flokkurinn gekk inn á sýning- arsvæðið og heilsaði með islenska fánanum. Því næst ávarpaði Lúðvig Guðmundsson áheyrendurna með nokkrum orðum, en að því loknu sungum við íslenska þjóðsönginn. Gengum við síðan út af svið- býskalundsfarar Ármanns. Myndin er tekin á tröppum Uúskólans í Kiel. <1

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.