Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 13

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 13
Á R M A N N sjónum var svalt og þægilegt, þrátt fyrir sólarhit- ann. En í landi! „Mér finst eg altaf vera að ganga fram hjá l)akaríi,“ varÖ einum a‘Ö or'Öi þennan dag, og voru hinir því til fulls samþykkir. Við skipsfjöl tók á móti okkur Hallgrímur Thom- sen. Hann er íslendingur, sonur Ditlev Thomsen. sem átti Thomsensverslun hér, og reyndist okkur ávalt mjög vel. Ekki vorum við látnir búa í Kaup- mannahöfn, og var það aðallega af tveim ástæð- um. Fyrst sú, að nokkuð langt var út að Bagsværd Sö (en þar átti mótið að fara frarn, og við að stunda þar æfingar), og kostnaðarsamt að komast þangað, og svo ekki síður sú, að koma okkur frá lystisemd- um og gjálífi stórborgarinnar. Það varð j>ví úr, að við fengurn húsnæði hjá karli nokkrum, sem Borg heitir og er klæðskeri. Þar leið okkur að rnörgu leyti vel, raunar fanst sumurn rúrnin vera heldur stutt og óþjál, en urn það var ekki fengist til muna. Alla daga var æft af kappi, venjulega tvisvar á dag, nema þann eina sunnudag, sem okkur hlotn- aðist þarna. Þá fékk allur hópurinn frí og fór út að skemta sér. Annars tóku allir sitt hlutverk rnjög alvarlega, eins og vera har, þar sem þessi litli hóp- ur átti að korna frarn sem fulltrúar íslensku þjóð- arinnar. Kepnin átti að fara fram dagana 17. og 18. júli, en við komum út 5. júlí og notuðum við því tím- ann til æfinga. Ekki get ég látið hjá líða, að geta eins manns, sem rnikið var með okkur. Hann heitir William Jör- gensen, og er félagi í Köbenhavns Roklul). William hafði verið hér við land á Hvidbjörnen í nokkra mánuði. Tók hann okkur öllum sem gömlum vin- um og var með okkur öllum þeim stundum, sem hann gat. Við kyntunist mörguni ræðurum öðrum, sérstaklega úr Köbenhavns Roklub, og var þeim rnjög umhugað, að við stæðum okkur vel í kapp- róðrinum. Paul Kragh bað okkur umfram alla muni. að verða fyrsta í einhverjum róðrinum, svo hann fengi að heyra íslenska þjóðsönginn. Því þegar bát- arnir koma að marki, er þjó'ðsöngur sigurvegaranna leikinn. Ekki gátum við þó veitt Kragh þessa ánægju, því við komumst aldrei upp i fyrsta sæti, en i ein- um róðri urðum við nr. 2, og í tveirn nr. 3. I kepn- inni um „Nordisk Mesterskab" vorum við síðastir: Danmörk nr. 1, Noregur nr. 2, Sviþjóð nr. 3 og ísland nr. 4. Á miðri leiðinni voru allir bátarnir því sem næst jafnir, einu sinni var Island meira að segja fyrst, en að róðrinum loknuin var tnun- urinn á tíma fyrsta og síðasta liáts ekki meira en 12.8 sek., sem hreint ekki er hægt að kalla mikið á 2000 metra vegalengd. Alls var þarna kept í um 30 róðrum og varð munurinn á fyrsta og síðasta bát oft alt að mínútu. Dagana, sem kappróðurinn fór fram, var sarnan kominn fjöldi fólks við vatnið, og bátar svo hundr- uðurn skifti á vatninu. Mátti svo segja, að menn stæðu stundum á öndinni af hrifningu, og hrópaði þarna hver sem betur gat eggjunarorð að sínum báturn eða sinni þjóð. í undanrás síðari dag mótsins rerum við þrír: Hallgrimur Thomsen, Skarphéðinn Jóhannsson og eg, að 1500 metra merkjastönginni, til þess að herða á okkar mönnum. Strax og merki var gefið, og bátarnir komnir af stað, byrjuðu ópin. Þá heyrð- um við greinilega æ|)t af miklum móði: „ísland! ísland! Herðið ykkur! Áfram, strákar!“ og fleira

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.