Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 25

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 25
A R M A N N SkítSaskáli Árnianns. allir hafa altaf veriÖ svo samniála um starfiÖ og ánægðir með staðinn, og af því að skálinn hefir sífelt áunnið sér meiri og meiri vinsældir meðal félagsmanna og annara, sem kynnast honum. í fyrra, þegar snjórinn kom, var gengið svo frá, að hægt væri að húa við það yfir veturinn, en i sumar hefir verið unnið að endurbótum, sem eru í því fólgnar, að l)ygð hefir verið stór vatns- þró við skálann og verður vatn leitt inn í eldhúsið. Einnig hefir verið grafið skolpræsi. Þá er verið að hæta við skálann. Er það útliygging neðan við hann. Þar á að koma forstofa og hyrgi fyrir fram- an hana, skíðageymsla og herhergi til þess að srnyrja í skíði. Ennfremur kolageymsla, W.C., þvottaklefi og vélageymsla. Forstofan, sem nú er, verður þá notuð sem geymsla fyrir farangur nætur- gesta. í vélageymslunni verður komið fyrir raf- magnsmótor ,sem hráðlega er von á, og verður innan skamms hyrjað á, að leggja rafmagnsleiðsl- urnar i skálann. Skálinn kaupir mótorinn, en vinn- an verður, eins og iill önnur vinna við skálann. framkvæmd af sjálfbþðaliðum. Eldhúsið hefir ver- ið stækkað og skápar koma i það. Ennfremur verð- ur málað inni að nýju, en i vor var málað að utan. Upp á loftinu geta sofið um 60 manns, og verð- ur unnið að ])ví, að eignast nógar dýnur á allt gólfið, og er ætlast til að menn komi með eitt t tvö teppi eða svefnpoka með sér til gistingar i skál- anum. 5 - «j; Til þess svo að gera leiðina upp eftir trygga, hvernig sem viðrar, verður leiðin nú vörðuö frá 19 þjóðveginum og alllangt upp eftir, og vinna þeir að því, sem ekki eru sérfræðingar við smíðar eða rafmagn. Máske er ekki rétt að nefna nöfn, þar sem svo margir hafa lagt hönd að verki, en þó ert eklci hægt að minnast skálans án þess að geta tveggja manna. En það eru þeir Ólafur Þorsteinsson, fé- hirðir félagsins, og Halldór Þorsteinsson. Ólafur hefir einkum verið lífið og sálin við vinnuna frá byrjun. Hvatt menn og skapað með þeim félags- anda um verkið. Halldór hefir verið yfirsmiður skálans og manna mest ráðið um tilhögun hans. En því má ekki gleyma, að þá hefir kapj)samlega stutt margt góðra og áhugasamra pilta og stúlkna og að verkinu hefir verið fylgt með samúð og skiln- ingi frá öllum félagsmönnum og fjölda mörgurn öðrum. Það leikur orð á þvi, að úrkomusamt sé í Jóseps- dal, þó oft hafi verið þar hlítt og fagurt, þegar rignt hefir nærri, en víst er um það, að dalurinn safnar til sín snjónum, og nú, þegar haustar að. er hægt að húast við skíðaíæri hvenær sem er. Þá munu hefjast skíðaferðir í Jósepsdal á laugar- dögum og sunnudögum og þarf ekki að hvetja fé- lagsmenn til að koma. Þó má bæta því við, að hafi fólk unað þar vel í fyrra, má búast við að enn vist- legra verði i vetur, með þeim endurbótum, sem nú cr verið að vinna að. Þegar daginn fer að lengja, verður skíðakennari við skálann, og munu félags- menn þá notfæra sér kenslu hans. Skiðaskáli Ármanns i Jósepsdal er í sjálfu sér fullnægð ósk félagsins, og við hann eru tengdar Árinenningarnir, sem keppiu á Skiðalandsmótinu.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.