Ármann - 01.11.1937, Side 8

Ármann - 01.11.1937, Side 8
2 Á R M A N N £>að helsta, sem skeði á liðna starfsárinu. A árinu sem lei'ð tóku um 550 manns þátt í æf- ingum hjá félaginu í þessum íþróttagreinum: Fim- leikum, íslenskri glímu, frjálsum íþróttum, hnefa- leikum, sundi og róðri. Eru hér ekki taldir með þeir, sem iðkuðu skíðaíþróttina, en þeir voru marg- ir. Starfsemi félagsins út á við var sem fyr mjög mikil og skal eg nú geta um helstu íþróttakeppnir og sýningar á árinu og fer þá eftir röðinni, sem almanakið gefur upp: 28. janúar, á aldarfjórðungs afmæli í. S. I. sýndu úrvalsflokkur karla og kvenna undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, fimleika fyrir boðsgesti sambands- ins og voru þessar sýningar mjög rómaðar. Enn- fremur sýndu 12 úrvalsglímumenn úr félaginu og nokkrir hnefaleikarar við sama tækifæri. 1. febrúar fór Skjaldarglíman fram og voru að- eins Ármenningar, sem kepptu. Skjöldinn hlaut Skúli Þorleifsson, en 1. fegurðarglímuverðlaun hlaut Ágúst Kristjánsson. 7. mars var háð innanfélags skíðamót og var keppt i 18 km. göngu. Er þetta líklega hið fyrsta skíða- mót, sem haldið er hér sunnanlands. Sigurvegari varð Sveinn Ólafsson, á 1 klst. 28 mín. 56 sek. Alls kepptu 12. 13. mars tókum við þátt í Landsmóti skíðamanna, en urðum að vonum síðastir, enda við eintóma úr- vals skíðamenn utan af landi að etja, og frá hinu gamalkunna Skíðafélagi Reykjavíkur, sem eru allir lengra komnir í listinni. 21. apríl fór fram kappglima um Drengjahornið. Sigurður Hallbjörnsson vann. 25. april fór fram Drengjahlaup Ármanns. Fyrst- ur að marki var hinn efnilegi hlaupari okkar, Sig- urgeir Ársælsson. K.R. vann hlaupið með 34 stigum. Ármann hlaut 40 stig. Þriðja var Í.R. og fjórða Víkingur. 8. maí fór fram einmenningskeppni í fimleikum. Áttum við þar þriðja mann, Jens Magnússon. Frækn- astur varð Jón Jóhannesson úr Í.R. í maí fór fram 2. landsfimleikamótið og send- um við 4 úrvalsflokka þangað: Telpur og drengi, undir stjórn Vignis Andréssonar og stúlkur og pilta Keppendurnir í Skjaldarglímu Ármanns og íslandsglimunni.

x

Ármann

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.