Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 12

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 12
6 Á R M A N N SSrok úr /erckisögu ródrarfloÆks e7Zrma7ins í sumar: Á síÖastliðnum vetri fóru frarn miklar 1)ollalegg- ingar milli formanns Ármanns, Jens Guðbjörnsson- ar og formanns Köbenhavns Roklub, Poul Kragh, og lmigu þœr í þá átt, að Ármann sendi út flokk ræðara i sumar, til þess að taka þátt í kappróðrar- móti Norðurlanda (Nordisk Mesterskab). Á sumrinu átti Dansk Forening for Rosport 50 ára afmæli og skyldi halda ])að hátíðlegt í sambandi við Norðurlandamótið. Eftir dagskránni átti þetta að verða langsamlega stærsta kajrpróðrarmót, sem haldið hefir verið á Norðurlöndum og eftir að Ár- mann hafði tilkynt þátttöku sina, voru þar þátttak- endur frá 39 félögum, eða 8 þjóðum. Til fararinnar var valið A-lið félagsins, en ])að eru: Ásgeir Jónsson, Max Jeppesen, Axel Grírns- son, Óskar Pétursson og Guðmundur Pálsson, sem er stýrimaður. Þessi sveit hefir um mörg ár horið sigur af hólmi á kappróðrarmótum hér, enda alt hraustir og kappsamir menn. Tveir varamenn voru kjörnir til fararinnar, voru ])að Loftur Erlendsson og Sigurfinnur Ólafsson. Áttundi maðurinn var fat arstjórinn, Ólafur Þorsteinsson. Hópurinn lagði úr höfn með e.s. Brúarfossi ])riðjudaginn 29. júní. Voru allir í ágætu skapi, eins og gera má ráð fyrir. Ferðin út gekk prýði- lega, altaf ágætisveður, og líf og fjör um borð. Eg hefi heyrt marga láta illa af sjóferðum milli landa, en það á ekki við þegar allir eru glaðir og hressir. Aftur er öðru máli að gegna ]>egar sjóveikin her- tekur ferðamanninn. Þegar hringt er i matinn mæt- ir kannske helmingurinn af farþegunum, og margir fiilir á vangann. Sest er að horðum og byrjað að eta. Alt í einu stendur upp stúlka, sem situr við borðsendann og hleypur út í ofboði. Ekki hefir hún mikið gagn af matnurn þessi, en svona fara fleiri. Satt að segja kom þetta fyrir hjá okkur, en ekki oft. Eftir því sem sunnar dregur, hlýnar í veðrinu, og daginn sem til Kaupmannahafnar kom var hit- inn orðitin 30 stig. Þá þótti okkur nóg um. Úti á Hin sigursæla róðrarsveit Ármanns.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.