Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 9

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 9
Á R M A N N 3 Finileikaflfekkurinn, sem vann „Farándbikar Oslo Turnforening" í apríl síðastl. undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Alls tóku þátt í mótinu 200 manns ví'Ösvegar a'ð, og átti Ármann 67. Var þessi þátttaka okkar og frammistaða öll fim- leikafólkinu, kennurunum og félaginu til hins rnesta sóma. Sýningar mótsins fóru allar fram í í])rótta- húsinu, vegna óhagstæðs veðurs. Þess vegna hafði félagið sjálfstæðar sýningar á íþróttavellinum 25. maí við góða aðsókn og hinar bestu viðtökur. 29. maí fór frarn flokkakeppnin í fimleikum um Farandbikar Oslo Turnforening. Einvígið háðu Ár- mann og Í.R. Lauk þvi með sigri okkar. Hlutum við 446.51 stig, en l.R. 431.40 stig. Ármenningarn- ir, sem kepptu, voru: Sigurður Norðdahl, Gísli Sig- urðsson, Jens Magnússon, Karl Gíslason, Hjörleifur Baldvinsson, Ágúst Kristjánsson, Einar Bjarnason, Skúli Björnsson og Guðm. Kristjánsson, en stjórn- andi var Jón Þorsteinsson. 17. júní tókum við þátt i íþróttamótinu, scm K.R. sá um. Aðeins 4 menn kepptu frá okkur og stóðu þeir sig vel. 26. júní fór fram Kappróðrarmót Ármanns. Keþpt var um hinn fagra bikar Sjóvátryggingarfélags Is- lands. Aðeins Ármenningar kepptu nú, ])ví að K.R. sendi ekki sveit. A-liðið sigraði. 29. júní fóru 8 ræðarar frá félaginu á Norður- landaróðrarmótið og segir frá því á öðrum stað hér í blaðinu. í júlí sýndu úrvals glimumenn úr félaginu oft glínnt, aðallega fyrir erlenda ferðamenn. 10. júli fóru úrvalsflokkur kvenna og karla í hringferðina og segir frá henni annarstaðar i blaðinu. 3. júní var háð hin fyrsta opinbera sundkeppni í sundhöllinni. Nokkrir Ármenningar kepptu. 27,-—28. júlí fór fram Bæjakeppni i frjálsum iþróttum. Nokkrir Ármenningar kepptu. Reykvík- ingar unnu. 30. júli fór Íslandsglíman fram. Aðeins 8 menn kepptu, allir úr Ármann. Því miður er félagið orð- ið alveg samkeppnislaust i glímu og er það bæði illa farið og hættulegt fyrir glimuna. Ármenningar! Leggið enn meiri rækt við glímuna en hingað til, þvi vegur hennar á að aukast, en ekki að dvina. Úrslit Íslandsglímunnar urðu þau, að Skúli Þor- leifsson varð glímukonungur íslands með öllum vinningum. Fegurðarglímuverðlaunin hlaut Sigurður Hallbjörnsson. 4. —6. ágúst fór hið árlega Drengjamót fram. Keppt var i ri greinum og hlutu Ánnenningar 7 fyrstu verðlaun, 4 önnur verðlaun 5 þriðju verð- laun. Mótið vann Ármann með miklum yfirburðunr. Hlaut Ármann 34 stig, K.R. 22, F.H. 9, Í.R. 7 stig og Víkingur o stig. Árrnann á nú marga unga og sérstaklega efnilega framtíðaríþróttamenn. Má t. d. nefna Sigurgeir Ársælsson og Vilhj. B. Þorláksson. í september fór fram bæði innanfélags sundmót fyrir yngri og eldri félaga og mót í frjálsum íþrótt- um. Hvortveggja með ágætum árangri. á Meistaramótinu í frjálsum íþróttum kepptu 4

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.