Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 27

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 27
Á R M A N N 21 Undantekning frá þessu voru ferðalangar tveir, er að garði bar fyrri hluta júnímánaðar 1909. Var eg þá 13. ára að aldri. Koma þessara tvímenninga varð mér minnisstæð, enda hafði hún á mig áhrif, er eg bý að mörgu leyti að fram á þennan dag. Menn þessir voru glímukapparnir Guðmundur Stefánsson og Sigurjón Pétursson úr glímufélaginu Ármann. Þeir riðu allgeyst í hlað, og voru hinir vígamannlegustu, með gljáandi spora á fótum. Er þeir voru aðspurðir, samkvæmt góðum og gömlum sveitasið, hvert ferðinni væri heitið, kváð- ust þeir vera á leið til Akureyrar sem fulltrúai Sunnlendinga í keppninni um konungstign íslenskra glímumanna. Hugheilar árnaðaróskir fylgdu þessum víkingum frá okkur strákunum í dalnum. Enda falla vötn ti] suðurs af miðri Holtavörðuheiði og renna um Norð- urárdal. Ekki síður fyrir það, að við strákarnir í dalnum voríim skamt frá landamærum Norðlendinga, var Sunnlendingurinn uppi í okkur, og lúðuni við með óþreyju eftir úrslitum Íslandsglímunnar. Gleði okkar varð óblandin, er við fréttum, að þessir full- trúar okkar hefðu borið sigur af hólmi, þar sem Guðmundur Stefánsson varð glímukonungur ís- lands og Sigurjón Pétursson hlaut önnur verðlaun. Var það almannarómur þar nyrðra, að sunnlensku glímumeimirnir hefðu horið af í glímusnild. Ivoma þessara tveggja Reykvíkinga hafði undra- verð áhrif á íþróttalífið í dalnum. Það reis ný vakn- ingaralda, sem eg og aðrir ungir menn urðum snortn- ir af og tókum að iðka íslenska glímu af meiri áhuga heldur en áður. Áreiðanlega hefir þetta gert okkur ómetanlegt gagn siðar í lífinu, því íslensk glíma, sé hún rétt lærð og leikin af drengskap, mótar hvern mann til hins hetra, frekara en nokkur önn- ur íþrótt. Sporarnir hans Sigurjóns Péturssonar. Þegar þeir félagar fóru frá Sveinatungu, gleymdi Sigurjón Pétursson sporunum sínurn. Eg reyndi að slá mig til riddara með þeim, enda vissi eg að spor- ar voru veigamiklir hlutir í eigu hvers riddara. Eg spenti s])orana að hælum mér, þegar eg sem oftar var sendur erinda fyrir föður minn ríðandi niður í dal. Á leiðinni kom eg að Hvammi; þar var eg oft eins og heimagangur. Þegar séra Gisli sá mig með sporana, varð honum að orði: „Hvað er að sjá þetta, Eyfi minn, eg hélt nú að þú rjðir nógu hart, þótt þú notaðir ekki spora á blessaðan hest- inn. Þú mátt til með að taka þetta af fótunum." Aldrei á æfinni hafði mér dottið í hug, að and- mæla séra Gísla i Hvammi. En að taka nú ofan sporana, það fanst mér óhærileg tilhugsun. Enda var eg alveg viss unt, að úr þvi þessir glímukapp- ar báru spora, gat ekki verið neitt við það að at- huga. Eg herti því upp hugann og skýrði séra Gísla frá með miklum sannfæringarkrafti, að það gæti ekki verið ljótt að nota spora, úr Jiví glímukapparn- ir hann Guðmundur Stefánsson og hann Sigurjón Pétursson hefðu notað J)á, og þessir sporar, sem eg bæri á fótunum, væru meira að segja sporarnir hans Sigurjóns Péturssonar. Sem dæmi um skjótar vinsældir Jiessara tvimenn- inga í dalnum, vil eg geta Jiess, að séra Gísli gerði ekki frekari athugasemdir við notkun mína á spor- unum hans Sigurjóns Péturssonar. Eyjólfur Jóhannsson. Aðalfundur félagsins var haldinn 4. okt. s.l. Þeir, sem áttu að ganga úr stjórninni, voru allir endurkosnir. Stjórn- in er nú skipuð þannig: Jens Guðlijörnsson form., Þórarinn Magnússon varaform., Rannveig Þorsteins- dóttir ritari, Ólafur Þorsteinsson féhirðir, Kristinn Hallgrímsson gjaldkeri, Jóhann Jóhannesson áhalda- vörður og Karl Gíslason umsjónarmaður unglinga. Varastjórn skipa : Karl Vilmundsson, Sigurður Norð- dahl og Þorsteinn Hjálmarsson, en endurskoðendur eru Konráð Gislason og Stefán G. Björnsson. Á fundinum færði Ólafur Þorsteinsson, fvrir hönd yngri og eldri Ármenninga, formanni félagsins, Jens Guðhjörnssyni, að gjöf mjög fallegan hókaskáp úr rósaviði, í tilefni af þvi, að hann hafði á Jiessu hausti verið 10 ár formaður félagsins. Auk J)ess færði forseti í. S. í. honum albúm frá Ólympíuleikunum með eiginhandaráritun allra Jieirra. sem höfðu hlotið gullverðlaun ])ar. Fundurinn var mjög vel sóttur. Skrifstofa félagsins er í i])róttahúsinu niðri, simi 3356, og er hún op- in á hverju kvöldi frá kl. S—10 siðd.

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.