Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 26

Ármann - 01.11.1937, Blaðsíða 26
20 Á R M A N N Pörfin á nýju bátaskýli. Þann 7. janúar 1931, á 25 ára afmæli Glímu- félagsins Ármann, var vígt hiÖ fyrsta hús, senx félagiÖ eignaðist. Var það bátaskýli yfir hina tvo nýju kappróðrarbáta, er félagið hafði eignast árið áður. Annan, Gretti, að gjöf frá Olíuverslun íslands h.f., en hinn, Ármann, keyptan af félags- sjóði. Skýli þetta stóð við Brunnstíg og var það bæði vel byggt og mjög myndarlegt, 55 fermetrar að flatarmáli. Síðan var byggð við það bryggja og kostaði þetta, skýlið og bryggjan, 8000 krónur í efni og vinnu. Voru nú þeir, sem stunduðu róðrar- íþróttina allvel settir. Höfðu þeir þrifalegan sama- stað við undirbúning æfinga. Ekkert skorti þarna nema Ixað, svo að telja mætti bátaskýlið fullkomið. Gekk nú alt vel og leið til ársins 1933 urn vorið. Fáum við þá bréf, þar sem okkur er skipað í burtu með bátaskýlið. Flafnarnefnd hafði veitt okkur leyf- ið til að byggja, en svo illa hafði til tekist, að hús- ið stóð að einhverju leyti inni á lóð, sem Vélsmiðj- an Héðinn átti og þurfti nú að nota. Ennfremur hafði maðurinn, sem sá um þetta fyrir félagsins hönd, gengið svo illa frá samningum, að hægt var að reka okkur svo að segja fyrirvaralaust í burt með húsið. Þóttumst við nú illa leiknir, þar sem þetta hús, sem öllum þótti orðið svo vænt um, varð nú alt í einu að jafna við jörðu og varð okkur bók- staflega að engu. Þetta sumar fengum við fyrir góð- vild h.f. Shell að slá upp úr brakinu bráðalxirgða sumarskýli á lóð félagsins í Skerjafirði. Voru bát- arnir þarna 2 sumur og á öðrum stað í vetrar- geymslu. En nú undanfarin 3 sumur, höfum við átt undir högg að sækja með samastað fyrir þá, og svo langt keyrði úr hófi fram í sumar, að við urðum að flytja þá stað úr stað, 7 sinnurn. — Og frá sumum þessara staða var alls ekki hægt nxargar félagslegar franxtíðarvonir, sem allar byggj- ast á því, að um skálann megi ætíð verða andi einingar og samheldni, sannrar íþróttanxensku og hreinnar lífsgleði. Rannvcig Þorsteinsdóttir. að æfa. En undanfarna 3 vetur höfum við íyrir sérstaka góðvild Egils Vilhjálmssonar, fengið að geyma bátana i húsi hans við Laugaveg. Þetta er hálfgerð raunasaga, en hún er sönn. Nú virðist varla vera um nema tvent að ræða: Að leggja niður róðurinn sem íþrótt hér, eða að byggja framtíðar bátaskýli. En það hefir þegar sýnt sig og mun sýna sig enn betur með bættri að- stöðu, að við munum fljótt verða vel samkepnis- færir við útlendinga í þessari íþrótt. Félagar! Stjórn félagsins hefir ákveðið, að gef- ast ekki upp við þetta mál og heitir nú á stuðning ykkar. Nú er svo rnálum komið, að við höfum sótt til Bæjarráðs Reykjavíkur, um land við Naut- hólsvík undir fyrirhugaða byggingu. Fátt virðist sjálfsagðara, en að róðrinum verði trygður sama- staður við framtíðar-sjóbaðstað Reykvíkinga. Ármenniixgar! Ni'x þegar lokið er byggingu hins myndarlega skiðaskála okkar, virðist tilvalið að ein- beita starfinu fyrir þetta málefni. Það hefir sýixt sig, að skíðaskáli Ármanns i Jósefsdal er fyrst og fremst kominn upp fyrir samtakamátt félagsmanna, og þeim, sem geta komið upp slíku húsi uppi í af- dölum, ætti ekki að verða skotaskuld úr því, að konxa upp bátaskýli i nágrenni Reykjavíkur. Og eitt enn. Til þess að geta vænst stuðnings frá öðr- um, við svona tækifæri, verðum við að sýna í verk- inu, að við viljum og nennuxn að leggja eitthvað á okkur sjálf. Takmark okkar er, að verða búin að koma upp bátaskýli fyrir næsta vetur. Jcns Guðbjörnsson. Qóbih. tynstiA. Það þótti ekki tíðindum sæta, þótt gest bæri að garði í Sveinatungu, þegar eg var á uppvaxtarárum mínum. Konx það fyrir að 30 nætui'gestir voru hýst- ir í einu, enda skiftu þeir árlega mörgum hundr- uðum, er jiáðu gistingu hjá foreldrum mínum. Eg fékk ungur það starf, að flytja í haga að kvöldi og sækja heim að morgni hesta þessara ferðalanga. Kyntist eg venjulega klárunum betur en eigendun- um sjálfum. i \

x

Ármann

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.