Ármann - 01.02.1961, Qupperneq 23
Pý^alanrfifcrð
I apríl-mánuði 1959 komu í boði Handknatt-
leiksdeildar Ármanns, handknattleiksmenn
frá Polizei Hamburg. Var hér um að ræða
gagnkvæmt boð, og því fór nú handknatt-
leiksflokkur utan í boði Polizei Hamburg 9.
janúar 1960. Boð þetta stóð yfir í 15 daga.
Aðalfararstjóri í ferð þessari var Ásgeir
Guðmundsson og með honum í fararstjórn
þeir Haukur Bjarnason og Þorkell Magnús-
son. Leikmenn voru þessir: Hallgrímur
Sveinsson, Eyjólfur Þorbjörnsson, Gunnar
Jónsson, Stefán Gunnarsson, Sveinbjörn
Björnsson, Jón G. Jónsson, Lúðvík Lúðvíks-
son, Jakob Steingrímsson, Ingvar Sigurbjörns-
son, Sigurður Þorsteinsson og Karl Jóhanns-
son.
Alls voru leiknir 12 leikir og töpuðu Ár-
menningar þeim öllum en oft með litlum
mun, svo sem fram kemur á eftirfarandi
töflu.
1. keppni: 10. jan. Hradkeppni í œfingaheim-
ili Polizei Hamburg.
1. leikur Ármann-Polizei Hamburg 6:15
2. leikur Ármann-Victoria 9:13
3. leikur Ármann-H.S.V. 9:17
2. keppni: /3. jan. Hraðkeppni í Eutin.
1. leikur Ármann-Polizei Hamburg 6:7
2. leikur Ármann-Polizei Kiel 6:9
3. leikur Ármann-Polizei Eutin 4:7
3. keppni: 16. jan. Hraðkeppni í æfingaheim-
ili Polizei Hamburg.
1. leikur Ármann-Hassee 4:5
2. leikur Ármann-Polizei Kiel 6:9
3. leikur Ármann-Polizei Hamburg 8:16
4. keppni ij. jan. Keppni í Celle, spilaður
einn leikur.
Ármann-Celle 16:25
5. keppni 20. jan. Hraðkeppni í Bremervörde.
1. leikur Ármann-Polizei Hamburg 15:17
2. leikur Ármann-Polizei Kiel 9:10
Samtals hafa Ármenningar skorað 107
mörk en fengið á sig 164.
Mörg framangreindra liða eru talin vera
með sterkustu liðum N-Þýzkalands. Eins og
sjá má af markatölunni, hefðu sumir leikj-
anna eins getað endað okkur í vil, en heppn-
in var ekki okkar megin í þessari ferð.
Ferð þessi var hin ánægjulegasta og keppt-
ust gestgjafar okkar um að láta okkur líða
vel. Einnig sýndu þeir okkur hina merkari
staði Hamborgar, eins og sjá má af þeirri
áætlun, er hér fylgir með.
Eins og fram kemur í keppnistöflunni, fór-
um við þrjár stuttar ferðir til keppni utan
Hamborgar. Þessar ferðir voru mjög
skemmtilegar og tóku heimamenn mjög vin-
samlega á móti okkur.
Það var á það minnst við forystumenn í
Polizei Hamburg. að möguleiki væri á nýju
heimboði frá Glímufélaginu Ármanni árið
1963 í tilefni af 75 ára afmæli félagsins og var
því mjög vel tekið.
Væntum við þess, að stjórn Handknatt-
leiksdeildarinnar, svo og aðalstjórn félagsins
haldi áfram vinsamlegu sambandi við þetta
sterka félag.
Dagskrá ferðarinnar.
Sunnudagur 10. janúar. Kl. 18 hraðkeppni
í æfingaheimili Polizei í Haubachstrasse. Að
Kurl Jóbannsson er einn af beztu bandknattleiksmönnum sem Island á. Hann keppti sern
gestur rneð Armenningum í Þýzkalandi, og nagir að geta þess um frammistöðu bans þar, að
Þjóðverjar vildu ólrnir bjóða honum atvinnu og ýmiskonar fríðindi ef bann settist að i Þýzka-
landi.
ÁRMANN
21