Ármann - 01.02.1961, Qupperneq 33

Ármann - 01.02.1961, Qupperneq 33
túlkuðu vel hinn norræna anda. Söngvarnir voru ýmist angurværir, þýðir og þó kraft- miklir, - eða léttir og fjörugir með skemmti- legri hrynjandi. 1 heild var kórinn afbragðs góður. Því næst sýndu íslendingarnir fagra þjóðlega dansa og sungu undir, eins og al- gengt er meðal Skandinava. Að lokum gengu bláklæddir, gjörfulegir glímumenn fram á sviðið og sýndu okkur „GLÍMU“, hin ís- lenzku fangbrögð, sem að ýmsu leyti minnir á okkar bretonsku fangbrögð (Toal bez Troad). Sýning þessara íslenzku vina okkar tókst í alla staði framúrskarandi vel.“ Á öðrum stað í sama blaði stendur: „Islenzku glímumennirnir sýndu ekki aðeins mjög falleg brögð, heldur stigu þeir einnig tígulega eins konar dansskref, sem voru undanfari hverrar atlögu. Einum áhorfendanna, sterkum Bret- ona, sem vanur er bretonskum fangbrögðum, varð þá að orði: „Skemmtileg íþrótt þetta, en verst að maður verður að læra að dansa vals áður en maður getur farið að glíma.“ QUEST-FRAN CE 28/7 (skrifað eftir seinni sýninguna): Þá var röðin komin að Is- lendingunum og unnu þeir strax hylli áhorf- enda með frjálsmannlegri framkomu sinni, æskutöfrum og fögrum þjóðbúningum stúlkn- anna. Þetta er í fyrsta sinni, sem íslenzkur flokkur heimsækir Frakkland með söngvum sínum, dönsum og þjóðlegum íþróttum. Söngvarnir, ýmist þunglyndislegir og angur- værir, eða fjörugir eins og hergöngulög, vöktu verðskuldaða hrifningu áhorfenda. Dansarnir, stílhreinir og fagrir og þó ein- faldir, voru stignir undir kraftmiklum söng. Þá sýndu fagurlimaðir glímumenn klæddir bláum kyrtlum og girtir leðurbeltum, glæsileg fangbrögð, og var það áhorfendum mikil og góð skemmtun. Við þökkum þessum góðu gestum fyrir þessa ágætu sýningu. Herra Creston útskýrði glímuna fyrir á- horfendum í gjallarhornum. Hann bar okkar glímu saman við hin bretonsku fangbrögð og mun hafa gert það svo rækilega, að menn voru bæði í gamni og alvöru farnir að gera ráð fyrir landskeppni milli landanna í glímu eftir 1 til 2 ár. Úti á Bretogne-skaga í bænum Douarenez býr maður að nafni E. Gonidec, eini maður- inn, scm bjargaðist, þcgar franska rannsókn- arskipið „Pour quoi pas“ fórst hér undan Mýrunum fyrir rúmum 20 árum. Herra Goni- dec og kona hans tóku mjög innilega á móti Islendingunum, m. a. buðu þau flokknum heim til sín og var dvalizt þar um stund í góðu yfirlæti. Það eina, sem skyggði þar á, var að bjargvættur Gonidecs, Kristján Þór- ólfsson, sá er lagði sig í lífshættu við björg- unina á sínum tíma, var ekki með í förinni. En svo hafði verið ráð fyrir gert, en því miður gat Kristján ekki komið því við að fara út og þiggja hið ágæta heimboð, og var það mjög harmað af þeim hjónum. Þcgar á allt er litið, verður að telja, að ferð þessi hafi tekizt með ágætum vel. Þús- undir franskra manna og kvenna hafa fengið dálitla snertingu af því, sem íslenzkt er, við það að sjá sýningar flokksins. Flest fólk kannaðist við ísland, sumt vissi ekki almenni- lega hvar það var, en allt var það ákaflega elskulegt og vingjarnlegt í garð íslending- anna og vildi allt fyrir þá gera. Frjdlsi þróttadeild Aðalfundur deildarinnar var haldinn í nóv. s.l. For- maður var endurkjörinn Jóhann Jóhannesson. Með honum eru í stjórn: Hclgi Helgason, Jón Júlíusson, Þorkell Sigurðsson og Ingimar Jónsson. Þjálfari frjálsíþróttamanna er Eiríkur Haraldsson. Æft er í íþróttahúsi Jóns Þorstcinssonar á miðvikudög- um og föstudögum kl. 7 báða dagana. Skíðadeild Aðalfundur var haldinn um mánaðamótin nóv.-des. Síðan var framhaldsaðalfundur seint í desember. Þessir voru kosnir í stjórn: Egill Ásgrímsson for- maður, Guttormur Jónsson, Þorsteinn Guðbjartsson, Björn Bjarnason og Sigurður Guðmundsson. Æfingastjórn: Sigurður Guðjónsson æfingastjóri, Sig- urður Þorvaldsson, Bjarni Einarsson, Halldór Sigfús- son. Fulltrúi í S.K.R.R. er Sigurður Guðjónsson. Allir eru velkomnir í Jósepsdal í vetur eins og endranær. ÁRMANN 31

x

Ármann

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.