17. júní - 01.06.1924, Side 4

17. júní - 01.06.1924, Side 4
20 17. JÚNÍ Sveinn Björnsson, situr við skrifborð 'silt á skrifstofu sendiherra í Khöfn. oss ekki með öllu, þó að hann hverfi nú aftur heim til íslands, og taki par við hinum fyrri starfa sínum. Vjer vit- um að í honum eigum vjer talsmann, sem, ef á reyndi, Iegði oss lið í orðum og gjörðum. Oss tekur það sárt, að hann verður að yfirgefa oss hjer, en vjer vitum að það muni verða nóg fyrir hann að gera á íslandi, nú í viðreisnar- og framsókn- arbaráttu íslensku þjóðarinnar, með þá reynslu og pekkingu, sem hann hefur til að bera. Sv. B. verður ekki að eins saknað af ísl. hjer í landi, heldur öllum þeim, sem honum hafa kynst hjer. E>að er rjett, sem Jón Krabbe sagði í ræðu, er hann flutti í samsæti því, er íslendingar hjeldu sendiherra 24. þ. m. að það verður örðugra fyrir ettirkom- anda hans, því Sv. B. er ljúfmenni og enginn leitaði svo ráða hans eða hjálpar, að hann fengi ekki úrlausn. Vjer áttum fyrir nokkru tal við em- bættismann í utanríkisráða- neytinu hjer og kvaðst hann mundi sakna Sv. B., enda taldi lík- legt, að erfitt yrði að finna mann í þá stöðu, er hefði hæfileika S. B. Vjer óskum hr. Sveini Björnssyni góðrar framtíðar á íslandi, og æfinlega munum vjer minnast hans af þakklát- um huga fyrir starf hans í þarfir ætt- lands vors. Til útsölumanna blaðsins. Til þess að hægt verði að halda á- fram útgáfu blaðsins, er það ósk vor til allra þeirra, sem hafa með höndum sölu á blaðinu, að þeir sendi oss ná- kvæma tölu á kaupendum í bygðarlagi sínu og sömuleiðis skilagrein fyrir blöð af fyrri árgangi. Öll reglusemi er hið nauðsynlegasta lífsskilyrði blaðs þessa, eins og hvers annars fyrirtækis. Utaná- skrift útgefanda er: Porf. Kristjánsson Engtoftevej 2, 3. sal, Khöfn V. Sendið skilagrein þessa með fyrstu ferð!

x

17. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.