Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Side 17

Morgunn - 01.12.1983, Side 17
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, M.Sc.: ANDATRÚ OG DULSÁLARFRÆÐI Hr. ritstjóri, Grein Kristínar Ástgeirsdóttur blaðamanns „Er spírit- ismi fúsk?“ í Helgarpóstinum 29. sept. sl. var athyglisverð en heldur yfirborðsleg. Mér þykir sennilegt að ef höfundur hefði gefið sér meiri tíma til að huga að staðreyndum um efnið og til að hugsa um það á sjálfstæðan hátt hefði gi’ein- in getað orðið markvert framlag tíl umræðna um stöðu andatrúar og sálarrannsókna hér á landi. En kannski er það til of mikils mælst. I greininni er vitnað til samtals sem blaðamaðurinn átti við mig; gætir þar ónákvæmni og misskilnings sem leið- rétta þarf. Ég hef ekki flutt erindi um „spíritismann og þá hreyfingu sem honum tengist“ eins og staðhæft er; aftur á móti hef ég skrifað grein um þetta efni í helgarblað Tímarn (14,—15. mai s.l.) og flutt erindi á vegum Félags áhugamanna um heimspeki um greinarmun vísinda og gervivísinda (sá lestur var birtur i Tímanum helgina 9.—10. apríl) þar sem ég vék m.a. að sálarrannsóknum. Eftir mér er haft að ég telji „spíritismann og andatrú vera í andarslitrunum" hér á landi. Það er rétt að ég tel að margt bendi til þess að dagar andatrúarhreyfingarinnar séu taldir (rökin fyrir þessari skoðun er að finna í Tíma- greininni), en því er við að bæta að andatrú og spíritismi eru eitt en ekki tvennt eins og blaðamaðurinn virðist halda. Orðið „andatrú“ (eða „andahyggja" sem Þór Jakobsson

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.