Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Síða 31

Morgunn - 01.12.1983, Síða 31
DRAUMAR OG iJfsAMBÖND 133 stiginu, eins og þau voru, áður en vitað var, að allar sól- stjörnur alheimsins eru af sömu frumefnum gerðar. Hér bíður mannsandans meii’a og merkilegra viðfangs- efni en nokkurt áður, og lausn þess mundi valda meiri breytingum á högum mannkynsins, en orðið hafa á öllum öldum áður. Raunhæf stjörnulíffræði, er sú vísindagrein, sem heimurinn bíður eftir og sem heimurinn þarfnast. Vísindaleg lífsambönd við íbúa annarra stjarna og iðkun þeirra sambanda er það skref, sem enn er óstigið, en sem er hið mesta nauðsyn á, ef vitkun og vísindi eiga að geta þróast í jákvæða átt. Svo vill til að undirstöðuuppgötvanir hafa verið gerðar í þessari grein, stjörnulíffræðinni, og sá sem þær gerði var Islendingurinn dr. Helgi Pjeturss, sem var viðurkenndur jarðfræðingur og gerði í þeirri grein uppgötvanir, sem orðið hafa undii’staða allra frekari rannsókna í íslenskri jarðfræði. En síðari hluta starfsævi sinnar sneri hann sér að vísindalegum rannsóknum á þeim fyrirbærum, sem jafn- an hafa verið talin dulræn eða yfirskilvitleg. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að lokum, að öll slík fyrirbæri muni skýra mega á náttúrufræðilegan hátt. öll séu þau af náttúrlegum rótum runnin. Ekkert sé dulrænt, ef það er rétt skilið. Dulrænt sé aðeins það, sem réttan skilning vantar á. Það sé hlutverk vísindanna að rannsaka þessi svið, og reyna að skilja þau. Kenningar dr. Helga Pjeturss birtust í ritum þeim, sem hann kallaði Nýala. Það sem ég mun segja hér á eftir, er byggt á þeim skiln- ingsgrunni, sem er að finna í ritum dr. Helga Pjeturss en ýmislegt af því, sem síðari tima rannsóknir hafa leitt í ijós, virðist færast æ nær þeim heimspekilegu og náttúru- fræðilegu kenningum og rannsóknarniðurstöðum, sem hann var upphafsmaður að.

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.