Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 16
GUÐMUNDUR MÝRDAL: EINANGRUN ÞÝÐIR STÖÐNUN Ég sem starfandi miðill á vegum Sálarrannsóknafélags- ins vil koma á framfæri minni persónulegu skoðun á þeirri fullyrðingu Þórs Jakobssonar, ritstjóra Morguns, sem fram kemur í grein um stöðu spíritismans í síðasta tölublaði Helgarpóstsins, að alþýðleg andahyggja, öðru nafni spírit- ismi, muni ekki bera frekari árangur. Ef þessi fullyrðing er rétt, hvar standa þá persónuleg samskipti heimanna tveggja? Frá bæjardyrum miðils eru slík samskipti í reynd eins konar vináttusamband sem ekki er hægt að setja undir smásjá vísindanna. Ég er ekki á móti vísindalegum rannsóknum á spírit- isma. Ef hins vegar vísindin væru aðgreind frá alþýðlegri andahyggju yrði afleiðingin stöðnun fyrir báðar greinar. Hvorug má við því að einangrast frá hinni. Miðillinn er sjálfur mælitæki á eigin reynslu, en hann er síður en svo andvígur því að sú reynsla sé rannsökuð á mælikvarða vísindanna, eftir því sem mögulegt er. Mér þykir því eðlilegt að innan Sálarrannsóknafélags íslands starfi alþýðlegar rannsóknir og vísindalegar hlið við hlið og á jafnréttisgrundvelli, en ekki að vísindamenn kveði upp dauðadóm yfir persónulegri reynslu manna á þessu sviði. Persónuleg sönnun að handan verkar eins og vísindaleg sönnun fyrir sambandi tveggja heima. Þetta sannaði enginn betur en Hafsteinn Björnsson. (HP, 6.10. 1983).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.