Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 40
142 MORGUNN og gæti það átt við ýms slys á sjó og landi. — Þess vegna er það líka, að sumar spásagnir koma ekki fram, eða verða með öðrum hætti, en að stefnir. — Hugleiðingar um þetta efni væri í rauninni efni í langt mál. C. Sannanir fyrir samhandi draumgjafa og draumþega Þá vil ég segja nokkuð frá annari tegund drauma, þar sem mjög skýrt kemur fram samband dreymandans við draumgjafann, og þannig að nálgast fulla sönnun: a. Mynd slcoöuð % draumi Sá sem hér kemur við sögu, er mér kunnugur, og á heima í Reykjavík. Eitt sinn, er hann kom heim úr vinnu í hádeginu, lagði hann sig eftir matinn og sofnaði. Dreym- ir hann þá, að hann er að skoða mynd af ákveðnum manni. Nú vaknar þessi kunningi minn, og fer að hugleiða draum- inn. Vissi hann, að hin draumséða mynd var af ákveðnum manni, N.N. nokkrum, sem hann þekkti. Hann vissi líka, að af þessum manni var aðeins til þessi eina mynd og að hún var geymd hjá vini hans einum, sem átti heima á öðr- um stað i Reykjavík. Sá, sem drauminn dreymdi, brá við fljótt og ók heim tii þessa vinar síns og sagði við hann: ,,Þú varst að skoða myndina af honum N.N núna fyrir nokkrum mínútum.“ Vinurinn varð meira en lítið undrandi, en játaði, að hann hefði einmitt verið að skoða þessa ákveðnu mynd rétt áður. b. Björgun barns í draumi Mann einn dreymdi, að hann bjargaði barni úr straum- hörðum læk. Nokkru eftir að hann vaknaði, frétti hann, að einn nágranni hans hafði bjargað barni og að það hefði einmitt borið við á sama tíma og draumurinn fór fram,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.