Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunn - 01.12.1983, Blaðsíða 32
134 MORGUNN 11. Efnisgeislan og efnissambönd Alkunnugt er að geislan stafar frá öllu efni, efnisgeisl- an: rafgeislan, segulgeislan o.s.frv. Hver efniseind hefur aðdráttarafl. Þetta er aflið, sem heldur tunglinu á braut um jörðina, jörðinni á braut um sólina, sólinni á braut um miðju vetrarbrautarinnar og sjálfri vetrarbrautinni á hreyfingu um sameiginlega þunga- miðju nálægra vetrarbrauta. Aðdráttaraflið er alheimsafl. Álitið er að það nái allt að því óendanlega langt út í geiminn og hafi einhver áhrif á alla þá hluti, sem það nær til, en að vísu því minni, sem fjai'lægð er meiri. Sólirnar senda frá sér ljósgeislan og rafgeislan með hraða, sem nemur 300 þúsund km á sekúndu, en dofnar, því fjær sem dregur. Menn hafa lært, að þessi geislan sóln- anna segir til um eiginleika þeirra, hverrar um sig. Geisl- anin gefur til kynna hvaða frumefni séu aðaluppistaðan í hverri sólstjörnu, og í hvaða hlutföllum, hún segir til um yfirborðshita stjörnunnar, um stærð hennar, um fjarlægð hennar, og um hraða hennar í geimnum t.d. hvort hún nálgast okkur eða fjarlægist, hvort hiti hennar er jafn eða óstöðugur o.s.frv. Hver efnisögn sendir frá sér orkugeislan og leitast. við að hafa áhrif á allar aðrar efnisagnir geimsins. C. Lífgeislan og lífsanihönd Hví skildi þá ekki einnig hver lifandi efnisögn, hver fruma, leitast við að hafa áhrif á allar aðrar lifandi efnis- agnir hvar sem er í alheimi? Lífið hefur náð miklu hærra þróunar- eða þroskastigi en hin líflausa náttúra. Lífgeislan er miklu hraðflevgari og langdrægari en geislan hins líflausa efnis, og því öflugri, sem lífverurnar eru á hærra þroska- og fullkomnunarstigi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.