Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 39

Morgunn - 01.12.1983, Qupperneq 39
DHAUMAR OG IJFSAMBÖND 141 c. Draumur fyrir liörðum vetri Sömu konu dreymdi hliðstæðan draum fyrir nokkrum árum. Var það í október nokkru áður en fór að kólna í veðri. Þóttist hún úti stödd og til hennar kom ókunnugur maður. Sá þótti henni vera alsnjóugur og fremur illúðleg- ur. Var hann með alskegg og í því voru klakaströnglar. Hún spyr hann að heiti og kvaðst hann heita Óblíður. Þá þóttist hún vita að þetta væri veturinn og vaknaði hún í því. Þótti henni draumurinn rætast, því þessi vetur varð óvenju harður. d. Draumur fyrir vorhreti Skömmu eftir sumarmálin 1982 dreymdi þessa sömu konu að menn væru að tala um að nú væru allar vetrar- hörkur liðnar hjá. Sagði þá einn maðurinn, sem ekkert hafði lagt til málanna: „Vorhretið er eftir og það verður vont.“ Draumurinn fór eftir, því næstu daga gekk í óvenju mikla kulda með snjókomu. e. Flokkun spásagnadrauma Þessir 3 draumar Sigurlaugar eru ekki að öllu leyti eins táknrænir og þeir draumar sem sagðir voru á undan. Þeir eru likari því, sem kallað er að dreyma fyrir daglátum. í raun er hér um draumvitranir að ræða, þar sem dreym- andanum birtast atvik og orð sem eiga eftir að koma fram líkt því sem sagt hefur verið fyrir í draumnum. Líklegt þykir mér að spásagnadraumum megi skipta í. tvo flokka: Þá atburðarás, sem virðist hafa óumflýjan- legar afleiðingar t.d. veðurfar, eldgos o.fl. þess háttar. Og svo aðra, sem eru þess eðlis að atburðarásinni og þar með afleiðingunum mætti breyta, ef vit og varúð væri viðhöfð,

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.