Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 57

Morgunn - 01.12.1983, Page 57
RITSTJÓRARABB 159 Sáralítið hefur borist til mín frá öðrum óbeðið þessi þrjú ár sem ég hef haft ritið með höndum. Að vísu taka menn vel í málaleitan mína, þegar ég spyr hvort þeir hafi eitthvað í pokahorninu. En ekki er sopið kálið þótt i ausuna sé komið. Ritstjórinn má ekki slaka á og sofa á verðinum. Hann verður að fylgja eftir loforðum manna, hringja og minna þá á. Annars gerist ekkert, því miður. Jafnvel þetta er ærin vinna, en nauðsynleg til að tryggja fjölbreytni ritsins. Þetta verður næsti ritstjóri að hafa ríkt í huga og ætla sér. Langt er síðan ég tilkynnti stjórn Sálarrannsóknafélags Islands, að ég hyggðist iáta gott heita og hætta sökum anna, enda er engin ástæða að sitja lengi í ritstjórastóli frekar en gengur og gerist hjá fólki í stjórnum félaga. Ég stakk í tæka tíð upp á ritstjóra, Guðlaugu Elísu Krist- insdóttur, formanni Sálarrannsóknafélagsins i Hafnarfirði, en að öðru leyti hefur framhaldið verið í höndum stjórnar Sálarrannsóknafélags Islands í Reykjavík. Þegar ég tók við ritstjórn fyrirvaralaust á sínum tíma, sá ég ekki ástæðu til að gerbreyta ritinu, en undanfarið hef ég haft á prjónunum aukna fjölbreytni í efni og útliti. Því miður hefur lítt miðað með þau áform, en ég hvet næsta ritstjóra að taka upp þráðinn. Að lokum kveð ég lesendur með góðum óskum. Leiðrétting í síðasta hefti, sumarhefti 1983, G4. árgangi, féll niður orð, orðið ekki, og snýst því merking setningar við. Setn- ingin er í grein dr. Matthíasar Jónassonar: Heimildir „að handan“; bls. 42, í textadæmi nr. 53 (Gömul festarmál), Kamban II, 4. línu. Setningin skal hljóða svo: „Þú ert ekki of góður til að segja nei.“ Áskrifendur eru beðnir að leiðrétta setninguna í eintaki sínu. Höfundur er beðinn velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.