Morgunn


Morgunn - 01.12.1983, Page 40

Morgunn - 01.12.1983, Page 40
142 MORGUNN og gæti það átt við ýms slys á sjó og landi. — Þess vegna er það líka, að sumar spásagnir koma ekki fram, eða verða með öðrum hætti, en að stefnir. — Hugleiðingar um þetta efni væri í rauninni efni í langt mál. C. Sannanir fyrir samhandi draumgjafa og draumþega Þá vil ég segja nokkuð frá annari tegund drauma, þar sem mjög skýrt kemur fram samband dreymandans við draumgjafann, og þannig að nálgast fulla sönnun: a. Mynd slcoöuð % draumi Sá sem hér kemur við sögu, er mér kunnugur, og á heima í Reykjavík. Eitt sinn, er hann kom heim úr vinnu í hádeginu, lagði hann sig eftir matinn og sofnaði. Dreym- ir hann þá, að hann er að skoða mynd af ákveðnum manni. Nú vaknar þessi kunningi minn, og fer að hugleiða draum- inn. Vissi hann, að hin draumséða mynd var af ákveðnum manni, N.N. nokkrum, sem hann þekkti. Hann vissi líka, að af þessum manni var aðeins til þessi eina mynd og að hún var geymd hjá vini hans einum, sem átti heima á öðr- um stað i Reykjavík. Sá, sem drauminn dreymdi, brá við fljótt og ók heim tii þessa vinar síns og sagði við hann: ,,Þú varst að skoða myndina af honum N.N núna fyrir nokkrum mínútum.“ Vinurinn varð meira en lítið undrandi, en játaði, að hann hefði einmitt verið að skoða þessa ákveðnu mynd rétt áður. b. Björgun barns í draumi Mann einn dreymdi, að hann bjargaði barni úr straum- hörðum læk. Nokkru eftir að hann vaknaði, frétti hann, að einn nágranni hans hafði bjargað barni og að það hefði einmitt borið við á sama tíma og draumurinn fór fram,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.