Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 9

Morgunn - 01.06.1997, Page 9
Eiríkur Pálsson frá Ölduhrygg: Sálarrannsóknafélagið í Hafnarfirði 30 ára Erindi flutt í Góðtemplarahúsinu í Hafharfirði, 10. apríl, 1997. „Biðjið og yður mun gefast. Leitið og þér munið fmna. Kný- ið á og fyrir yður mun upplokið verða,“ segir í góðri bók. Þetta mannlíf er enginn leikur né dans á rósum, heldur sí- felld leit eftir einu eða öðru, efnislegu svo og andlegu. En ekki fer allt að ætluðu. Hermann Jónasson lýsir því allvel í þessari vísu: Allí mitt líf er eintóm leit eftir villisvani. En ég er eins og alþjóð veit, aðeins kollubani. Svona rætast sumra manna draumar. Mannssálin er forvitin og spyr margs og óskar eftir svörum. Biður, leitar og knýr á. Svör liggja ekki á lausu. Spurningarnar: Hvaðan komurn við? Hverjir erum við og hvert liggur leiðin, þegar dagur hér er að kveldi kominn og vistaskiptin verða. íhugandi, leit- andi sál skortir ekki viðfangsefnin. Þau eru ærin og verður seint gerð fullnægjandi skil. Einn spyr annan morgunn 7

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.