Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.06.1997, Blaðsíða 21
S.R.F.H. 30 ára góða gesti. Fyrir kom að Bæjarbíó væri tekið á leigu vegna skyggnilýsingafunda á vegum félagsins og nú Hafnarborg. Fundarsókn hefur yfirleitt verið mikil. Nokkur fyrstu árin frábær, nánast stórkostleg. Fundarblær góður, margir segja hugþekkan í besta lagi. Meðan Hafsteinn var og hét, hélt hann skyggnilýs- ingafundi, einn eða fleiri á ári, fyrir félagsmenn. Þá var aðsókn einstök. Að mínum dómi fannst mér þessi þáttur í miðilsstarfi Hafsteins ákaflega rismikill. Lýs- ingar á því, sem fyrir innri augu hans bar, greindar á litríku, sterku, meitluðu máli, glöggleikinn, ná- kvæmnin, ættfærslan og framdregin sérkenni, allt var þetta með eindæmum. Þeir miðlar erlendir, er ég hef heyrt hafa uppi áþekkar lýsingar, komust ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Hafsteinn hafði og miðilsfundi sérstaklega fyrir fé- lagsmenn, sem voru mjög eftirsóttir. Þetta leiddi til þess að fólk annars staðar frá á landinu, gekk í félag- ið í Hafnarfirði. Brátt varð félagið mjög fjölmennt. Mig minnir að íelagatalan væri eitt sinn komin nærri 2000 tölunni. Útvarpið var okkur einkar hliðhollt í sambandi við auglýsingar. Þær voru og talsverðar. Vöktu athygli. Fundir og störf félagsins því umrædd og það í háveg- um haft. Ekki er rangt að fullyrða að á fyrri stjórnarár- um Hafsteins hafi svo virst, að félagið í Hafnarfirði bæri höfuð og herðar yfir sams konar félög hérlendis. Aðstaðan í Bókabúð Olivers Steins, þar sem fólk gat látið innrita sig í félagið og greiða sín gjöld og að- göngumiða, ef svo bar undir, var félaginu mikils virði og mjög til hagræðis, halds og trausts. MORGUNN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.