Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 21

Morgunn - 01.06.1997, Side 21
S.R.F.H. 30 ára góða gesti. Fyrir kom að Bæjarbíó væri tekið á leigu vegna skyggnilýsingafunda á vegum félagsins og nú Hafnarborg. Fundarsókn hefur yfirleitt verið mikil. Nokkur fyrstu árin frábær, nánast stórkostleg. Fundarblær góður, margir segja hugþekkan í besta lagi. Meðan Hafsteinn var og hét, hélt hann skyggnilýs- ingafundi, einn eða fleiri á ári, fyrir félagsmenn. Þá var aðsókn einstök. Að mínum dómi fannst mér þessi þáttur í miðilsstarfi Hafsteins ákaflega rismikill. Lýs- ingar á því, sem fyrir innri augu hans bar, greindar á litríku, sterku, meitluðu máli, glöggleikinn, ná- kvæmnin, ættfærslan og framdregin sérkenni, allt var þetta með eindæmum. Þeir miðlar erlendir, er ég hef heyrt hafa uppi áþekkar lýsingar, komust ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Hafsteinn hafði og miðilsfundi sérstaklega fyrir fé- lagsmenn, sem voru mjög eftirsóttir. Þetta leiddi til þess að fólk annars staðar frá á landinu, gekk í félag- ið í Hafnarfirði. Brátt varð félagið mjög fjölmennt. Mig minnir að íelagatalan væri eitt sinn komin nærri 2000 tölunni. Útvarpið var okkur einkar hliðhollt í sambandi við auglýsingar. Þær voru og talsverðar. Vöktu athygli. Fundir og störf félagsins því umrædd og það í háveg- um haft. Ekki er rangt að fullyrða að á fyrri stjórnarár- um Hafsteins hafi svo virst, að félagið í Hafnarfirði bæri höfuð og herðar yfir sams konar félög hérlendis. Aðstaðan í Bókabúð Olivers Steins, þar sem fólk gat látið innrita sig í félagið og greiða sín gjöld og að- göngumiða, ef svo bar undir, var félaginu mikils virði og mjög til hagræðis, halds og trausts. MORGUNN 19

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.