Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 15

Morgunn - 01.06.1997, Side 15
S.R.F.H. 30 ára „Þú ert vanari fundarstörfum en hann og sumir segja að hann sé nokkuð stirður í samvinnu." „Má vera,“ segir Eiríkur, „en hann hefur miðils- hæfileikana fram yfir bæði mig og þig og þeir skipta öllu máli í þessu sambandi. Nú hugsum við um þetta til morguns, en mér virðist þetta frábær lausn.“ Þeir töluðust svo við morguninn eftir. Oliver sam- þykkti Hafstein sem formann en setti það skilyrði að Eiríkur yrði varaformaður. Það var samþykkt. Aftur á móti bauð hann fyrirgreiðslu bókabúðar sinnar í sambandi við skráningu félaga og innheimtu ár- gjalda. Þeir urðu og ásáttir um að setja Soffíu í vara- stjórn til að tryggja og nánast bera ábyrgð á framboði Hafsteins, sem þeir töldu að hún kynni að vera góð- ur höfundur að. Eiríkur talaði svo við Huldu um að fögnuður væri yfir að ía Hafstein í formannsstarfið og skyldi hún skila til Soffíu að henni bæri að tryggja formennsku Hafsteins í félaginu meðan starfskraftar hans entust. Var nú boðað til stofnfundar þann 25. maí 1967. Þá var formannstaka Hafsteins enn ekki endanlega ákveð- in. En sá háttur skyldi á hafður, að á þessum fundi skyldi kosin bráðabirgðastjórn. Síðan yrði boðað lil framhaldsstofnfundar og aðalfundar og þar endanlega kosin stjórn fyrir félagið, er skipti með sér störfum, en formaðurinn ekki kosinn sérstaklega á fundinum, eins og upphaflega var ætlunin. Þetta var gert til að tryggja tíma og þátt Hafsteins í félaginu sem best. Fundurinn var svo haldinn í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði á ákveðnum tíma 25. maí. Þar var vel mætt. Húsið var fullskipað. Fundurinn hófst kl. 8.30 með því að Guðmundur morgunn 13

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.