Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 18

Morgunn - 01.06.1997, Page 18
S.R.F.ll. 30 ára aðalfundi. Nú lá fyrst endanlega fyrir að Hafsteinn Björnsson yrði formaður félagsins. Var þá málum talið skipað á hinn besta veg og horft björtum augum til framtíðarinnar. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði, 15. júní 1967. Eiríkur Pálsson setti fundinn og stýrði honum um sinn. Lesin voru upp nöfn allmargra, er óskað höfðu eftir að gerast stofnfélagar. Var nú tala stofnenda orðin alls 143. Þá gerði fundarstjóri grein fyrir tillög- um um lög fyrir félagið. Þau voru í 11 greinum. Til- lögurnar voru síðan bornar undir atkvæði og sam- þykktar sem lög fyrir félagið, einróma. Þrjár fyrstu greinar laganna eru svo hljóðandi: „1. gr.: Félagið heitir Sálarraimsóknafélagið í Hafnarfirði. Heimilisfang félagsins er í Hafnarfirði (skammstafað S.R.F.H.). 2. gr.: Tilgangur félagsins er að efla áhuga almennings á and- legum málum yfirleitt, en þó sérstaklega að veita fræðslu um árangur af sálarrannsóknum. 3. gr.: I’essum tilgangi hyggst félagið að ná með fyrirlestrum, frásögnum af dulrænum fyrirbærum, stuðningi við miðils- efni og þjálfun þeirra. “ Þetta er stutt og fastmótað. En telja má að í heild hafi allvel til tekist um framkvæmdir. Samkvæmt nýsamþykktum lögum skyldi stjórnar- kosning fara fram á fundinum. Lagt var til að stjórn- in yrði skipuð á sama veg og bráðabirgðastjórnin, er kosin var á síðasta l’undi, og starfsskipting tilgreind. Var það samþykkt samhljóða. 16 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.