Morgunn - 01.06.1997, Page 34
Alfred C. Duncan:
Vísindalegur
grunnur
spíritismans
Fœstir gera sér grein fyrir
því að heimspeki spíritism-
ans er sú eina innan trúar-
bragðanna, sem viðurkennir
og ekki bara heldur í við,
heldur er jafnvel á undan
uppgötvunum vísindanna.
v;
ísindunum hefur farið
mikið fram á síðuslu
árum. Á upphafsárum lífs-
tíma meðalgamals manns í
dag, var það almennt viður-
kennt að atómið væri minnsta
eining efnisins en Rutherford
og fleiri, sýndu fram á að
hægt var að skipta atóminu
og að það samanstóð af orku í formi jákvæðrar og
neiðkvæðrar rafhleðslu. Auk þess að það er ekkert
til, sem er af „efnislegri“ náttúru í uppbyggingu sinni.
í stuttu máli má lýsa því sem tíðni.
Þetta tíðnieðli „efnisins“ sýnir sig í allri spíritískri
reynslu.
Sýnileiki tíðninnar fer eftir tíðnisviði hennar og að-
eins kjáni mundi gera ráð fyrir að vegna þess að mörg
tíðnisvið (eða geislar, ef menn vilja heldur kalla það
svo) eru ósýnileg, þá séu þau ekki til. Staðreyndin er
hinsvegar sú, eins og við vitum, að vísindin hafa
sannað að þau eru til.
Spíritistar trúa því, og þeir á meða) þeirra, sem
32 MORGUNN