Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 38

Morgunn - 01.06.1997, Side 38
Sálarrannsóknahreyfingin... alls ekki standist sé betur að gáð. Slíkar fullyrðingar gegn okkur viðhafa að vísu aðeins þeir sem skortir innsýn í sögu hreyfingarinnar. Sagnfræðilega séð er hreyfingin algerlega ósambærileg í dag og því sem hún var fyrir 40 til 90 árum síðan. A það bæði við hér á landi sem í flestum ef ekki öllum löndum Vest- urheims, einnig þótt á annan hátt sé þar víðast að vísu. Af hverju glutruðum við niður flestum áfangasigr- um frumherja spíritismanns? Eða hvernig stendur á því að lang-langmerkileg- asta skeið spíritismanns á íslandi var fyrir rétt tæpri öld síðan, á árunum 1904 til 1909 þegar Tilraunafé- lagið (fyrra) var og hét, ef á annað borð er tekið tillit til þeirra merkilegu rannsókna og upplýsinga sem þessum annars fáu árum fylgdi? )á hvernig stendur á því? - )ú vegna þess að annars vegar tókst frumherj- um sálarrannsóknarhreyfingarinnar þeim Einari H. Kvaran rithöfundi og Haraldi Níelssyni prófessor það ógerlega: að rífa heila sálarrannsóknarhreyfingu upp úr nánast engu hér á landi og það við mjög erfiðar að- stæður. Og hins vegar vegna þess að ýmsra hluta vegna varð ekki framhald á því merkilega vísinda- starfi sem þeim fóstbræðrunum Einari og Haraldi og félögum tókst að stunda í þessi fyrrgreindu fimm höf- uðár spíritismanns á íslandinu dulræna. En af hverju varð ekki framhald á því starfi? Erfitt er að gefa stutt svar við því. Þó má nefna það atriði hér ásamt fleirum að þeim barst ekki í hendurnar annað eins miðilsefni og Indriði var eftir hið ótíma- bæra fráfall hans 1912, þá aðeins 28 ára gamall. Annað atriði og líklega mun meira afgerandi, var og 36 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.