Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 40

Morgunn - 01.06.1997, Page 40
Sálarrannsóknahreyfmgin... rannsókna spíritismanns sem annars finnast í skýrsl- um hreyfingarinnar í hundruða- og þúsundatali um mestalla álfuna, hefur þessu „ó-vísindaliði“ (upplýs- ingastefnunni, eins og það heitir á fínu sagnfræði- máli) tekist sífellt meir að halda okkur utan við alla alvöru umræðu um þessi mál. Þessu gera ekki allir spíritistar sér nægjanlega grein fyrir. Skortir á sögu hreyfingarinnar að reyna að neita þessum staðreyndum. Það er staðreynd sem ekki verður á móti mælt að ekki hefði verið jafnauðvelt og raun bar vitni, að svínsnúa okkur niður af hálfu „vísindaliðs- ins“/“menntakerfisins“ ef við sjálf hefðum ekki sofn- að svona fast og innilega á verðinum í rannsóknum á handanheimunum sem og á ítarlegri rannsóknum á hinu meinta sambandi okkar við þessa furðuheima. Nú veit ég að blóðþrýstingurinn hjá flestum les- endum þessarar greinar hefur hækkað umtalsvert þegar hingað er komið. En það eru tveir og ólíkir hópar sem þann flokk fylla. Annars vegar er hópur- inn sem segir: „Bull og vitleysa! Það er mikið og öfl- ugt starf í sálarrannsóknarhreyfingunni á íslandi í dag. Maðurinn veit bara ekkert hvað hann er að segja!“ - Þetta er hópurinn sem ég minntist aðeins fyrr á. Og hann skortir því miður mestalla grunn- þekkingu á sögu hinnar 93 ára gömlu sálarrannsókn- arhreyfingar á íslandi í dag, hvort sem mér eða þeim, líkar betur eða verr. Auðvitað snúum við blaðinu við og snúum vörn í sókn! Hins vegar er hinn hópurinn sem segir: „Já, og nú er komið að því að við brettum upp ermarnar og tök- 38 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.