Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 50

Morgunn - 01.06.1997, Page 50
Sálarrannsóknahreyfingin... En öll grundvallast þessi draumsýn á betra, á miklu betra, á margfallt betra sambandi við handan- heimana en er í dag í gegnum þessar miðilsleiðir sem við höfum nú. Og slíkt er alls ekki ógerlegt. Tæknilega er ekkert, né væri, í veginum fyrir þess- um breytingum ef vilji er fyrir hendi. Nota bene: Það er ekkert tæknilegt í veginum fyrir því að þessari leið yrði ekki náð! Nákvæmlega alls ekkert. Öll þekking á leiðunum liggur fyrir hjá mann- kyninu. Aðeins vantar vilja til að halda þangað í gegnum allar þær niðurstöður sem við höfum nú þeg- ar í dag á grundvelli spíritismanns og handanheima- fræðanna almennt! En það kostar vilja, vinnu, fórnir, peninga, tíma, - og aftur vinnu, peninga og tíma, ef árangri á að ná! Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Spurningarnar sem eftir standa eru því: Viljum við halda út á þessa braut, í þessa átt byðist okkur það á annað borð? Og er slíkt raunverulega hægt? Og ekki síður hvaða aðstæður þyrftu að vera til staðar til að ýta þessari þróun af stað? Það verður því miður að bíða betri tíma og pláss til að ræða það en hér er mögulegt nú. □ Höfundur er skólastjóri Sálarrannsóknaskólans og í varasijórn SRFI. 48 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.