Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 56

Morgunn - 01.06.1997, Page 56
Tíminn og ábyrgð þekkingurínnar á réttan hátt? Erum við að bæta verund okkar, hækka tíðnina og þá um leið lífsgleðina hið innra? Erum við að hjálpa öðrum, sem fengu sitt tækifæri á sama tímaskeiði og við, til þess að nýta sitt tækifæri á réttan hátt? Er það gert með því að rétta sífellt fram hina kinnina, láta traðka á sér og vera fótaþurrka fyr- ir aðra? Er það gert með því að slá aðra utan undir og líka á hina kinnina ef hún er boðin fram, traðka á öðrum og nota þá sem fótaþurrkur? Þessum spurningum hygg ég að sé á einskis manns færi að svara fyrir aðra. Svörin verður hver og einn, að mínu mati, að finna hið innra með sjálfum sér. Upplag sumra t.d., er þannig að það væri þeim lífs- ins ómögulegt að vera einhverjar fótaþurrkur fyrir aðra, þegar aftur á móti öðrum er það eins og í blóð borið. Og hvorugur er í raun minni eða meiri fyrir bragðið. A.m.k. ekki þegar til lengri tíma er litið og þegar hver uppskera er skorin. Það kann að virðast einhver mismunur á meðan við vinnum úr tækifær- um okkar á jarðvistartímanum en sá mismunur er blekking, á þann hátt að báðir eru að byggja úr þeim jarðvegi, sem þeir hafa safnað og borið með sér í sínu tímafljóti. „Jarðvegurinn" getur verið „mjúkur leir í hlýju vatni,“ hann getur líka verið „möl í köldu eða klettur í blöndu beggja." En tilveruréttur allra er sá sami, engu að síður. Þetta ber okkur líka að þeirri spurningu hvort og hvenær við getum vitað hvort sá, sem hjá okkur stendur og Iifir hverju sinni, er að vinna illa eða vel úr sínu tækifæri. Er jarðneskum huga okkar mögulegt að finna svar við slíkri spurningu? Hvað með menn eins og Hitler og Stalín, holdgervinga illmennskunnar, auk 54 MORGUNN

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.