Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 60

Morgunn - 01.06.1997, Side 60
Dulrænar frásagnir úr reynslusagnasafni Sálar- rannsóknarskólans 3. hluti Sem fyrr birtum við hér nokkrar dulrænar reynslusögur nemenda Sálarrannsóknaskólans lesendum Morguns til ánægju og fróðleiks. Tl-ásagnir þessar eru eins og L fyrr hefur komið fram, heimaverkefni þeirra nem- enda skólans sem áhuga höf- ðu og áttu þess kost að vinna og skila heimaverkefnum í skólanum á annað borð. Til að fyrirbyggja allan misskiln- ing þá er rétt að taka það fram að í skólanum eru og hafa aldrei verið skylduskil sem þessi hjá nemendum, og verður sá háttur hafður þar á hér eftir sem hingað til. Á bekkjarskemmtikvöldum skólans á hverri önn eru sögur þessar að jaj'naði lesnar upp með leyfi höf- undanna. Eru þær bekkjunum þar sameiginlega til gagns og gamans, ásamt reyndar mörgum jieiri skemmtiatriðum sem nemendur sjálfir sjá einnig um. Það örlitla sýnishorn af reynslusögum skólans sem hér birtast eru að sjálfsögðu einnig fengnar að láni með auðfengnu leyfi nemendanna fyrir lesendur Morguns, þeim því einnig til ánægju og fróðleiks. Sögurnar, sem hér birtast, eru um flest ólíkar að efni og uppruna. Það eina sem þær eiga sameiginlegt er að vera dulræn reynsla af einu eða öðru tagi sem nemendur skólans eða einhverjir aðstandenda þeirra rötuðu í. 58 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.