Morgunn - 01.06.1997, Page 68
Dulrænar frásagnir...
pott, en við höfðum eldunarhellu inni hjá okkur. Það
var enginn beygur í mér að taka þennan snúning að
mér, enda þótt eldhúsið væri nærri stofunni, sem lík-
ið stóð upp í.
Þegar ég er að byrja að fá vatn í pottinn, þá heyri
ég mikinn hávaða innar úr stofunni. Það var brak og
brestir í fjölum og umgangur. Auðvitað var stofan
læst og enginn var þarna í íbúðinni nema við systurn-
ar og bróðir okkar, sem fylgdi okkur út á Bíldudal
fótgangandi í snjó og ófærð.
Það grípur mig þarna skelfileg hræðsla. Ég bara
trylltist alveg og þýt til baka til systkina minna. Þau
urðu að sjá um að ná í vatnið. Ég get ekki lýst því hve
veturinn þarna í húsinu var mér oft erfiður hvað
myrkfælni snertir eftir þetta.
Svo var það mörgum vikum síðar að ég var að
koma heim úr leikfimi og er ein á götunni sem lá
meðfram sjónum. Það var niðamyrkur. Ég man að ég
var í frekar daul'u skapi. Þá birtist þessi látna kona
allt í einu nokkrum föðmum fyrir framan mig. Hún
leið á undan mér langan veg, fór á undan mér og
hvarf inn um dyrnar á húsinu. Ég var alveg róleg í
þetta skipti, fegin að systir mín var heima og tók vel
á móti mér. Hún hafði nú fengið leyfi til að við flytt-
um í stærra herbergi og nota eldhúsið að vild.
Systir mín varð mikið vör við þessa látnu konu en
hafði engan beyg af henni. Þessi blessuð kona vitjaði
mín síðar á miðilsfundi hjá Hafsteini Björnssyni miðli
og fylgist hún með mér. Blessuð veri minning hennar.
Ritað 12. mars 1995.
66 MORGUNN