Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Side 72

Morgunn - 01.06.1997, Side 72
Dulrænar frásagnir... hringir síminn og það er það faðir minn að segja mér að þessi maður hafi drukknað þá fyrr um kvöldið. Eftir þetta var þessi maður hjá mér meira og minna í viku. Ég kalla þetta fólk jarðbundið, því það gerir sé ekki nægjanlega grein fyrir því hvorum megin landamæranna það á að vera. N.N. (höfundur er kvennemandi á sextugsaldri): Krossarnir í draumnum Mig langar að segja frá merkilegum og táknræn- um draumi sem mig dreymdi í júlí 1980. Á þessum tíma stóðum við hjónin á allmiklum tímamótum með rekstur sem við vorum þá með, sem og við sjálf. Mér fannst ég vera stödd á hæð og var skuggsýnt þar. Þegar ég lít í kringum mig þá sé ég að ég er stödd á Golgatahæð og undir hæðinni er tötrum klætt fólk og var það allt mjög skuggalegt. Á hæðinni sá ég tvo trékrossa. Annar þeirra var verulega drungalegur, en hinn var mun fallegri og var yfir honum eins konar geislabaugur, og geislaði verulega frá honum. Þá finnst mér eins og sagt sé við mig: „Tengda- pabbi þinn á þennan drungalega kross, en maðurinn þinn á þann fallegri með geislabaugnum“. Og þegar ég horfi þarna á krossana þá finnst mér ég finna hvernig líf þeirra hefur verið. Eftir þetta er mér litið til hægri og þá finnst mér birtast skært blátt ljós og ég horfi á ljósið og mér finnst Jesús Kristur sjálfur birtast þarna. Hann var svo stór að ég varð að sveigja 70 MORGUNN

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.