Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 75

Morgunn - 01.06.1997, Page 75
Dulrænar frásagnir... Þegar út var komið leið mér strax betur. Vegna þess hve rúmin í herberginu voru lítil og gínan sat á stólnum þar, þá ályktaði ég að þetta hafi verið barnaherbergi forðum. Hélt ég jafnvel að lítið barn hefði ef til vill kafnað þarna inni einhvern tím- ann í fyrndinni. En ég hafði rangt fyrir mér. Þetta hafði verið gesta- herbergi og engar heimildir til um að nokkuð hörmu- legt hafi gerst þar. Hvað þá að nokkur hafi kafnað þar. Móðir mín ætlaði samt að reyna að spyrjast eitt- hvað fyrir um þetta fyrir okkur. Þannig var að maður konunnar sem var að snúast þarna í kaffinu með móður minni var kallaður Dóri og var skyggn. Hann hafði aldrei orðið var við neitt þarna. Og þannig fór að þegar við vorum komin heim (suður) velti ég þessu fyrir mér fram og til baka. Eg var komin á þá skoðun að þetta hafi allt saman verið tóm ímyndun. Og þar sem ég lá í sófanum og var að reyna að ákveða að gleyma þessu, sá ég allt í einu mann rétt fyrir innan dyrnar á stofunni þar sem ég var. Var hann eins og „hengdur" þarna svo furðulegt sem það var. En hann var ekki dáinn. Það var eins og hann væri frekar hálfnaður með verkið. Maðurinn var í gamal- dags fötum (reyndar var sýnin í svarthvítu), og var á að giska um 30 til 40 ára gamall. Ég hringdi strax í mömmu og spurði hana um þetta en hún vissi ekkert. Hún var búin að spyrja Dóra en hann bara hristi höfuðið og átti ekki til orð yfir þessu bulli og vitleysu. En um mánuði síðar sagði hann mömmu að í MORGUNN 73

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.