Morgunn - 01.06.1997, Page 78
Hugheimar
heldur huga sínum í stilli, fulla meðvitund. Hann læt-
ur hugann halda kyrru fyrir aðeins til þess, að hans
eigin hugsanir eða skoðanir hafi engin áhrif á útlit
þeirra hluta, sem hann vill athuga.
Og þegar nú slíkur aðkomumaður í hugheimum
hefur stöðvað huga sinn og er kominn í þetta kyrrð-
arástand, kemst hann að raun um að jafnvel þótt allt
þetta furðulega ljós, litir, blik, ómar og gervi, streymi
nú ekki framar út frá honum sjálfum, þá er það ekki
horfið, síður en svo. Öll þessi fegurð og litskrúð og
Ijómi, sýnist meira að segja miklum mun meiri og
mikilfenglegri en nokkru sinni áður. Og ef hann fer
að reyna að grafast fyrir um, hvernig á öllum þessum
ljóma stendur, kemst hann brátt að raun um, að þetta
eru ekki aðeins tilgangslaus ljósafyrirbrigði, ekki eins
konar himnesk norðurljós, heldur ljós og litbrigði er
hafa ákveðna merkingu, sem honum er vinnandi veg-
ur að vita hver er, og þá sér hann að öll þessi óum-
ræðilega Ijósa- og litadýrð, er hafði hrifið hann svo
mjög, er það sem kalla mætti litamál tívanna, samtal
þeirra vera, er standa á miklu hærra þroskastigi en
hann sjálfur. Og ef hann fer svo sjálfur að reyna að
nota slíkt litamál, kemst hann brátt upp á lag með að
láta hugsanir sínar í ljós með þessum nýja og yndis-
lega hætti. Þá opnast honum ný þekkingarleið í hug-
heimum, hann kemst í kynni við hina æðri íbúa
þeirra og fær lært margt af þeim, eins og við munum
reyna að skýra nokkuð ítarlega frá síðar.
Það er nú þegar auðsætt, hvers vegna það var ekki
unnt að láta kafla þennan fjalla um starfssvið hug-
heima, að sínu leyti eins og við reyndum að lýsa
starfssviðum geðheima. Sannleikurinn er sá, að í
76 MORGUNN