Morgunn - 01.06.1997, Side 81
Hugheimar
heyrir hann meira að segja hér niður á jarðríki, þessu
ömurlega tilverustigi blekkingarinnar. Hann verður
honum upp frá því, sem eins konar undirómur, er
minnir hann sífellt á kraftinn, ljósið og dýrðina, sem
hið verulega líf er þrungið af, á hinum æðri stigum
tilverunnar.
Ef sá maður, sem hefur náð því að hefja meðvitund
sína upp á hið himneska tilverustig, er hreinhjartað-
ur og all þroskaður í andlegum efnum, þá er honum
og vinnandi vegur að láta vitund sína sameinast þess-
um furðulega orkustraum, sökkva anda sínum niður
í hann og láta sig berast með honum alla leið að upp-
sprettu hans. Eg segi, að honum sé það vinnandi veg-
ur, en það er ekki þar með sagt, að það væri hyggi-
lega gert, nema því aðeins að meistari hans sé til taks
og geti dregið hann í tæka tíð út úr aflröstum
straumsins, áður en það er orðið um seinan. Að öðr-
um kosti rnundi maðurinn ekki geta varnað því, að
aldan hrifi hann upp og áfram til ennþá hærri tilveru-
stiga og inn í miklu meiri dýrð og sælu en hinn innri
maður hans væri fær um að þola. Það yrði því til
þess, að hann missti alveg meðvitundina og það er
ekki gott að vita, hvar, hvernig né hvenær hann kynni
að rakna við aftur. Það er að vísu satt, að hinsta tak-
mark mannlegrar framþróunar er að sameinast sjálf-
um guðdóminum, en maðurinn á að ná því takmarki
með fullri meðvitund, sem konungur, er kemur aftur
sigri hrósandi heim í ríki sitt, en ekki láta sig berast
þangað með straumnum í meðvitundarleysi, sem er
því nær sama sem gereyðing meðvitundarlífsins.
MORGUNN 79