Morgunn


Morgunn - 01.06.1997, Page 89

Morgunn - 01.06.1997, Page 89
Hugheimar eftir annað. En ef í þeim skyldi vera fólginn boðskap- ur, sem á að berast til persónuleikans eða hins ytra manns, þá verður hann að koma innan eða ofan frá, fyrir milligöngu orsakalíkamans. Hugsanagervi Öllum hugsunum manna, sem sjást í hugheimum, er ekki, eins og gefur að skilja, stefnt til einhverra sérstakra manna. Þau eru mörg, hugsanagervin, sem hefur aðeins verið hleypt af stokkunum, ef svo mætti að orði kveða, og látin svo reka fyrir sjó og vindi. Með þeim getur að líta alveg óendanlega fjöibreytni bæði um lit og lögun. Ef menn vildu rannsaka þau nokkuð, gætu þau orðið efni í nýja og mjög mikil- væga vísindagrein. Það er því alveg ókleift að reyna að gera hér í þessum skrifum ítarlega grein, þó ekki væri nema fyrir aðalflokkum þeirra. Þó viljum við benda á, eftir hvaða reglum mætti flokka þau. Og þess vegna viljum við birta hér ofurlítinn útdrátt úr einhverri hinni snjöllustu ritgerð, sem birt hefur ver- ið um þetta efni. Er hún eftir frú Annie Besant, og kom út í septemberhefti tímaritsins „Lucifer,“ árið 1896. Segir höfundur greinarinnar, að þau séu þrjú grundvallaratriðin, sem geti komið til greina, þegar á að flokka þær gerviverur, sem eru mótaðar af mætti hugans. í fyrsta lagi fer litur þeirra eftir því, hvers eðlis hugsunin er, hvort hún er góð eða ill o.s.frv. 1 öðru lagi fer lögun hugsanagervisins eftir því, um hvað hefur verið hugsað. Og í þriðja lagi verður hugsanagervið að sama skapi skýrara og greinilegra, sem hugsunin hefur verið skarpari og ákveðnari. Og morgunn 87

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.