Morgunn - 01.06.1997, Side 91
Hugheimar
eða þá grænflekkótt, ef nokkur afbrýði er henni sam-
fara. En fegursti og þýðasti litur þessara hugsana-
gerva er einna líkastur hinum blæfegursta árroða og
á hann rót sína að rekja til þeirrar elsku, sem er laus
við alla eigingirni og knýr menn til þess að láta ástúð
og nærgænti ná til hvers og eins, er þarfnast hennar.
Gul hugsanagervi eiga rót sína að rekja til gáfna og
skarps skilnings. Ef menn nota gáfur sínar í þjónustu
andlegrar starfsemi, verða hugsanagervin fagurgul.
Ef þær eru hins vegar notaðar til þess að fá fullnægt
eigingjörnum óskuni eða tilhneigingum eða í þjón-
ustu metorðagirndarinnar, fá hugsanagervin á sig
dökk-rauðgulan blæ og er hann mjög sterkur og
greinilegur."
(Lusifer, XIX. bindi, bls. 71).
Þess ber auðvitað að gæta, að lýsing þessi á engu
síður við þau hugsanagervi, sem sjást í geðheimum,
en hin, sem getur að líta í hugheimum. Er það sökum
þess, að sumar þær tlfinningar, er nefndar hafa verið,
ala af sér þau hugsanagervi, sem verða að íklæðast
eíiiistegundum geðheima, til þess að geta kornið í
ljós. Þess er og getið í ritgerð þessari, að sum þau
hugsanagervi, sem eru af góðum og göfugum toga
spunnin, líkjast ýmsum blóntum eða taka á sig hnatt-
mynd. Það er og sérstaklega tekið fram, að hugsana-
gervin taki ekki sjaldan á sig mannsmynd og er þá oft
hætt við að menn skoði þau sem svipi eða vofur.
„Hugsanagervin,“ segir frú Annie Besant, „geta oft
tekið á sig mynd þess manns, sem þau eru komin frá.
Og ef einhver rnaður þráir mjög að vera kominn á
einhvern sérstakan stað eða hitta einhvern mann og
láta hann sjá sig, þá verður það til þess að hugsana-
morgunn 89